Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 32

Réttur - 01.05.1961, Page 32
192 R E T T U R lögin, en þann dag í dag hafa engir samningar verið gerðir við F. í. I. Með lyktum verkfallsins á Akureyri aðeins níu dögum eftir að það hófst hafði margt gerzt í senn: 1) Það hafði sannazt, að Reykjavíkurauðvaldið og ríkis- stjórn þess var ekki nægilega sterk til þess að geta liald- ið þrælatökum sínum á atvinnurekendum úti um lands- hyggðina og notað þá til langframa sem verkfæri í stríði sínu við launastéttirnar — þegar verkalýðshreyfing stóð einhuga saman og hikaði ekki við að beita öllum samtakamætti sínum af fullkominni festu. 2) Það hafði sannazt, að risin var upp slík samúðar- og samstarfsalda meðal samvinnumanna gagnvart verka- lýðshreyfingunni, að hún megnaði að brjóta blað í sögu samvinnuhreyfingarinnar, slíta tengsl hennar við auð- mannastéttina og þrýsta foringjum hennar til eðlilegrar og heiðarlegrar samstöðu með verkalýðshreyfingunni iil lausnar á vandamálum vinnustéttanna og þjóðfélagsins. 3) Það hafði tekizt með órjúfandi samstöðu Akureyrarfé- laganna að knýja fram samninga á réttu augnabliki og ónýta þannig fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um setn- ingit þrælalaga gegn alþýðusamlökunum. 4) Verkalýðshreyfingin á Akureyri og víðar úli um land hafði fundið sjálfa sig að nýju. Fundið að hún bjó yfir mætti til þess að rétta hlut sinn sjálf og jafnvel að brjóta ísinn fyrir alþýðu Reykjavíkur, sem um áratugi hefur næslum því ein orðið að bera hitann og þungann í launa- baráttunni. Þessar eru að sjálfsögðu ástæðurnar fyrir því ramakveini, sem afturhaldið rak upp eftir samningana á Akureyri og þeim heiftaráróðri um „svik og samsæri“, sem rekinn hefur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.