Réttur - 01.05.1961, Síða 40
200
RETTB8
nein þingræðissamkunda, heldur starfandi stofnun, sem hefði á
hendi bæði löggjafar- og framkvæmdavald. Lögreglan, sem hingað
til hafði verið verkfæri ríkisstjórnarinnar, var nú svipt öllum
pólitískum eiginleikum sínum og gerð að ábyrgu starfstæki
Kommúnunnar, sem væri afsetj anlegt, hvenær sem var. Þannig var
farið með embættismenn í öllum deildum hins opinbera. Fyrir
öll opinber störf voru aðeins greidd verkamannalaun, einnig með-
limum Kommúnunnar. Sérréttindi og eyðslufé æðri embættis-
manna í virðingarstöðum ríkisins hurfu af sjálfu sér um leið og
þessir höfðingjar sjálfir.
Þegar Kommúnan hafði rutt úr vegi veraldlegum valdatækjum
gömlu stjórnarinnar, fasta hernum og lögregluliðinu, sneri hún
sér undir eins að því að brjóta á bak aftur andlega kúgunartækið,
klerkavaldið.........
Dómararnir voru ekki lengur öllum óháðir, eins og þeir voru
áður látnir sýnast, .... framvegis skyldu þeir kosnir, ábyrgir og
afsetjanlegir.“ (Marx 1871.)
„Þessar einföldu og „sjálfsögðu“ lýðræðisráðstafanir, sem hér
um ræðir, eru sameinlegt áhugamál verkalýðs og meirihluta bænda
og brúa jafnframt álinn milli auðvalds og sósíalisma. Þessar ráð-
stafanir eru: Allir opinberir starfsmenn séu kosnir, afsetjanlegir
á hvaða tíma sem er, og laun þeirra miðuð við venjuleg „verka-
mannalaun“. Þessar ráðstafanir miða eingöngu að stjórnarfars-
legri ummyndun þjóðfélagsins og ríkisskipunar þess, en sitt sanna
innihald og þýðingu fá þær vitanlega fyrst með framkvæmd og
undirbúningi „eignaskiptingar arðræningjanna“, J). e. þegar einka-
eignarréttur auðvaldsins á framleiðslutækjunum hreytist í þjóð-
félagslegan eignarrétt.
„Parísarkommúnan gerði einkunnarorð allra borgaralegra bylt-
inga — ódýr stjórn — að veruleika, þar sem hún skar niður báða
stærstu útgjaldaliðina — til hers og embætlismannaliðs“, skrifar
Marx.
Meðal bænda og annarra smáborgara er það aðeins örlítill
minnihluti, sem „vinna sig upp“ eða „kemst áfram“ í borgaraleg-