Réttur


Réttur - 01.05.1961, Qupperneq 41

Réttur - 01.05.1961, Qupperneq 41
R E T T U R 201 um skilningi, þ. e. verða annað hvort efnaðir menn, eða borgarar, eða komast vel að sérréttindajötunni sem embœttismenn. Yfirgnæfandi meirihluti bænda í öllum auðvaldslöndum, .... eru kúgaðir af stjórnunum, vilja þær feigar og þrá „ódýra“ stjórn. Verkalýðurinn einn er þess megnugur að koma þessu í framkvæmd, og um leið og hann framkvæmir það stígur hann skref í áttina að sósíalískri ummyndun ríkisins.“ (Lenín 1917). „Allar fræðslustofnanir voru opnaðar almenningi til ókeypis afnota og um leið hreinsaður af allri íhlutun ríkis og kirkju. Þar með varð öllum kleift að ganga í skóla, og jafnframt voru vísindin leyst úr þeim læðingi, sem stéttafordómar og ríkisstjórnarvald hafði haldið þeim í til þessa. Kommúnan í París átti auðvitað að verða öllum meiri háttar efnahagsmiðstöðvum Frakklands til eftirdæmis. Jafnskjótt sem kommúnukerfið hefði verið komið á í París og höfuðborgum hér- aðanna, hefði hin gamla miðstjórn ríkisins orðið að víkja fyrir sjálfstjórn framleiðendanna, einnig úti á landsbyggðinni. í hinum stuttu frumdrögum að landssamtökum, sem Kommúnan hafði ekki tíma til að vinna úr til fullnustu, er kveðið skýrt á um það, að kommúna (að fyrirmynd Parísarkommúnunnar) sé hið pólitíska form, jafnvel í minnstu þorpunum, og setja verði á stofn í staðinn fyrir ríkisherinn eftirlitslið vopnaðrar alþýðu með sérstaklega stuttum þjónustutíma í sveitunum. Hreppsfélög hvers héraðs áttu aflur að fela fulltrúaráði í héraðsborginni umönnun sameiginlegra mála, en þessi héraðsráð áttu aftur að senda þingmenn á þjóðarsam- kundu í París. Umboð þingmanna áttu að vera afturkallanleg, og þeir áttu að vera bundnir af hinum ákveðnu fyrirmælum kjósenda sinna.....Það var um að gera að sníða af þau starfstæki gamla i'íkisvaldsins, sem aðeins höfðu kúgunarhlutverki að gegna, en hin réttlætanlega og þjóðnýta starfsemi þessa valds, sem taldi sig standa ofar samfélaginu, skyldi fengin í hendur ábyrgra þjóna samfélagsins. í stað þess að ákveða þriðja eða sjötta hvert ár, hver ur flokki ríkjandi stéttar skyldi vera fulltrúi og böðull þjóðarinnar 1 þinginu, átti nú alþýðan, skipulögð í kommúnum, að njóta hins almenna kosningaréttar á sama hátt og atkvæðisréttur einstaklings-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.