Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 42

Réttur - 01.05.1961, Page 42
202 K É T T U R ins heimilar hverjum öðrum vinnuveitanda að velja verkamenn, eftirlitsmenn og bókara í fyrirtæki sín. Hið sanna leyndarmál hennar (Kommúnunnar) var þetta: Hún var fyrst og fremst valdsstjórn verkalýðsstéttarinnar, afleiðing af baráttu hinna arðskapandi gegn hinni eignasviptandi stétt, hún var sú langþráða stjórnskipan, sem leyfir efnahagslega frelsun vinnunnar. Hún stefndi að eignasviptingu hinna eignasviptandi (þ. e. hún vildi svipta menn þeim eignum, sem gerir þeim kleift að svipta aðra menn eignum, átt er við framleiðslutækin sem tæki til arð- ráns. Ath.-semd H. K.) Hún vildi gera eign einstaklinga að veru- leik, um leið og hún gerir framleiðslutækin, jörðina og auðmagnið, sem nú eru framar öllu tæki til að kúga og arðræna vinnuna, að tækjum einvörðungu í þjónuslu hinnar frjálsu samtakafúsu vinnu. — En þetta er kommúnisminn, hinn „óframkvæmanlegi" kommún- ismi! Hið mikla félagslega lögmál Kommúnunnar var tilvera hennar sjálfrar sem vinnandi aðila. Reglur hennar geta aðeins gefið þá heildarstefnu til kynna, sem stjórn alþýðunnar hlýtur að fylgja. Til hennar teljast afnám næturvinnu hjá hakarasveinum; bann að viðlagðri refsingu við því, að vinnuveitendur gælu — eins og þá var siður — beitt verkamenn fjársektum undir alls kyns yfirskini, en það var háttalag, þar sem vinnuveitandi var löggjafi, dómari og böðull í einni og sömu persónu og hirli þar á ofan sektarféð sjálfur. Onnur ráðstöfun þessarar tegundar var afhending allra lokaðra verkstæða og verksmiðja lil samvinnufélaga verkamanna að leyfðum skaðabótum, og gilti einu, livort sá kapítalisti, sem í hlut átti, var flúinn eða hafði kosið að láta vinnu niður falla. Dásamleg var í rauninni sú breyting, sem Kommúnan hafði gert á París! Ekki var snefill eftir af hinni tilgerðarlegu París annars keisaradæmisins. París var ekki lengur samkomustaður brezkra landeigenda, írskra fjarvistarmanna (þ. e. Iandeigendur, sem aldrei tolldu heima), amerískra fyrrverandi þrælahaldara og nýríkra borgara, stórbænda frá Rúmeníu og rússnesks hefðarfólks, sem átt hafði álthagabundna bændur með húð og hári. Það voru engin óþekkt lík framar í líkhúsinu, engin innbrot að næturlagi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.