Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 49

Réttur - 01.05.1961, Side 49
ÁRNI H. BERGMANN: Skáldsögur og verkamenn Ég las ekki alls fyrir löngu grein eftir Helga Halldórsson, sem birtist í Rétti, 1.—2. hefti 1960. Greinin fjallar um Reykjavíkurskáldsögur. Höfundur lýsir stuttlega efni hverr- ar bókar: Fjögra manna póker Halldórs Stefánssonar „fjall- ar um örlög fjögurra skólaskystkina“, Liggur vegurinn þangað? eftir Olaf Jóhann „segir frá ungum manni, atvinnu- lausum og févana, er reynir árangurslaust að brjóta sér leið sem rithöfundur“, Vögguvísa Elíasar Mar lýsir „afsiðunar- umhverfi, sem æskulýðnum er búið í höfuðborginni“, sögur Agnars Þórðarsonar „gefa okkur innsýn í líf íslenzkrar borg- arastéttar“. Allt eru þetta auðvitað ágæt og þýðingarmikil viðfangsefni. En við lestur þessarar greinar skaut allt í einu upp dálítið óvæntri lnigsun, hugsun sem mörgum finnst sjálf- sagt heldur undarleg: það skrifar enginn um verkamenn. Ég reyndi að rifja upp aðrar íslenzkar skáldsögur síðari ára og allt bar að sama brunni: íslenzkir ritböfundar hafa veitt furðulitla athygli þeim stóra hóp þjóðarinnar, sem hefur reist háhýsin, áburðarverksmiðjuna og dregið úr sjónum þúsund milljón þorska. Þetta er mjög merkileg etaðreynd, ekki sízt vegna þess að íslenzkir rithöfundar verða alls ekki ásakaðir um að sýna alþýðufólki yfirleitt vanrækslu. Þeir hafa til dæmis gefið okkur mjög fjölþætta mynd af íslenzka bóndanum. Þeir hafa sýnt okkur kothændur, miðlungsbændur og stórbændur, bændur skáldmælta, kvensama eða ölkæra, fjársnillinga og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.