Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 52

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 52
212 R É T T U R ast öll eitthvað svo hversdagsleg. Jafnvel verkföll hafa að undanförnu ekki boðið upp á neitt hátíðlegra en lítils háttar benzínslag. Við megum heldur ekki gleyma því, að líklega finnst rit- höfundunum alþýðan ekki eins aðlaðandi og áður, finnst að auðdýrkun borgarastéttarinnar hafi seilzt helzt til langt inn í raðir hennar, finnst að hún hafi ekki sýnt þann mann- dóm sem vonazt var til af henni. „Hvar er systir okkar al- þýðan?“ spyr einn þeirra, og annar biður um „einn kaldan dropa“. Það hefur líka sína þýðingu, að sá sósíalistiski hugsjónaeldur, sem var helzti orkugjafi verkalýðsskáldanna, hefur orðið fyrir nokkurri ágjöf í öldugangi sögunnar. Það hefur komið á daginn, að sósíalisminn er ekki það töfraorð sem leysir gátur mannlífsins í fljótu bragði: menn vita að hann kemur mörgu áleiðis, en hann á sér sín eigin vanda- mál og mótsetningar, sem mörgum hefur gengið erfiðlega að skilja. En hvort sem við teljum upp fleiri eða færri or- sakir, þá liggur afleiðingin ljós fyrir: orka rithöfundanna hefur í æ ríkara mæli beinzt að því að kanna vandamál mannsins yfirleitt, „mannsins á bak við þjóðfélagið“. Auð- vitað er þjóðfélagið ekki horfið: margir hafa reynt að vekja íslendinga til skilnings á því hvaða hættur þeim eru búnar sem þjóð. En það er sama: vandamálum alþýðumannsins hefur verið vísað til dálka dagblaðanna. Nú gæti einhver spurt: er þetta svo alvarlegt mál, höfum við nokkuð að gera við skáldsögur um verkalýðinn? Eg leyfi mér að fullyrða að þær séu bráðnauðsynlegar. Bók- menntir, raunsæisbókmenntir eru nokkurs konar alfræðibók þjóðlífsins, og bókmenntir sem ekki hafa gefið verðuga mynd af lífssögu og þróun svo þýðingarmikillar þjóðfélags- stéttar og verkalýðsins eru eins og alfræðibók þar sem í vantar öll uppsláttarorð sem byrja á S. Auðvitað má ekki taka þetta alfræðital of liókstaflega. Balszac var ágætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.