Réttur


Réttur - 01.05.1961, Síða 60

Réttur - 01.05.1961, Síða 60
220 K É T T U R yfir 21. okt. 1954 að stjórn hans „viöurkenndi ekki Oder-Neisse landamærin sem ríkislandamæri“ og áliti landsvæðið hinum megin þeirra vera „þýzkl ríkisland". — Við páfann sagði liann í janúar 1961 að „guð hefði valið þýzku þjóðina til þess sérstaka hlutverks á þessum stormatímum — að vera vestrinu virki gegn hinum miklu áhrifum, sem oss berast frá austrinu“. Og 30. apríl 1960 kvað hann takmark sitt vera: „að afla þeim milljónum frelsis, sem hafa orðið að lifa undir framandi sovétstjórn síðan 1945“ — með öðrum orð- um: „frelsa“ Austur-Þýzkaland, Pólland, Tékkóslóvakíu og fleiri lönd, svo þau yrðu aftur aðnjótandi ógnarstjórnar, gasofna, pynt- ingarklefa og fangabúða þýzka auðvaldsins eins og 1938 íil 1945. Og gömlu Hitlers-samtökin eru þegar reiðubúin til að taka við grimmdarverkunum þar sem frá var horfið 1945: 29 Landsmann- schaften, — samtök svokallaðs flóttafólks, — og 1200 „samtök gam- alla félaga“, þar af 45% óður SS-menn, æfa sig undir hlutverkið. 1 þeim eru 8 milljónir meðlima. Kúgunarherferðin til útrýmingar lýðræði í Vestur-Þýzkalandi er hafin. Fyrst var Kommúnistaflokkurinn bannaður, — eins og hjá Hitler. Síðan hafa friðar-samtökin verið bönnuð. 200 framfara- sinnuð félög, sem valdhafarnir líta ekki með velþóknun á, hafa og verið bönnuð. Sjálfur borgarstjórinn í Miinchen sagði nýlega: „Fleiri og fleiri í Sambandslýðveldinu, sem eru ekki sammála ríkis- stjórninni eru ólitnir „rauðliðar“ og rægðir sem óvinir ríkisins og stjórnarskrárinnar“. (Suddeutsche Zeitung 22.—23. apríl 1961.) Þýzka auðhringavaldið getur brátt valið um það hvort það steypir heiminum á ný í stríð, — í tortímandi kjarnorkustyrjöld, — t. d. með árás á Berlín — eða hvort það snýr sér heldur að hinu, sem Hitler fannst hægara 1939: að leggja Vesturveldin, „banda- menn‘ sína í NATO, undir sig. Markaðsbandalagið er aðferðin til þess. Seebohm, einn af ráðherrum Adenauers, sagði nýlega: „Hlut- verk okkar, takmark okkar, er að þurrka burt landamærin milli þjóða Evrópu, til þess að öðlast það vald einn dag að þurrka hurt landamærin bak við járntjaldið.“ (Sudetendeutsche Zeitung 23. júlí 1960). Veslrænar þjóðir hafa verið varaðar við. Nú er eftir að sjá hvort þær hafa eitthvað lært af sögu síðustu 30 ára.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.