Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 62

Réttur - 01.05.1961, Page 62
222 R E T T U R komu sér upp voldugum fyrirtækjum í allri Vestur-Evrópu. Þýzka auðvaldið lifnaði fljótt við af amerísku „blóðgjöfinni“. Og ekki leið á löngu unz þýzka og franska auðvaldið mynduðu á ný „kola- og stálliring“ Vestur-Evrópu: Aftur voru kolakóngar Ruhr og stálbarónar Frakka farnir að vinna saman gegn Englandi eins og milli hinna styrjaldaráranna. Þýzka auðvaldið þróaðist örar en öll önnur auðvaldsríki Vestur- Evrópu. Jafnvel efnahagsþróun Frakklands var síðasta ártug (1950 —60) örari en Englands. 1957 var myndað Efnahagsbandalagið af sex ríkjum: Vestur- Þýzkalandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og Lúxemburg. — Ilér var að rísa upp nýtt ríki, nýtt auðvaldsstórveldi. Hið forna stór- þýzka auðhringavald, sem hleypt hafði af stað tveim heimsstyrjöld- um á þessari öld, var nú að sameina undir efnahagslegum ægishjálmi sínum þessi riki, sem það áður hafði reynt að leggja undir sig var- anlega með hervaldi, en mistekizt. Þessu bandalagi var beint gegn brezka auðvaldinu. 1 janúar 1959 hófst fyrir alvöru „árásin“ á Bretland: 10% tolla- Iækkun „hinna sex“ kom til framkvæmda. I marz 1959 var samþykkt Hallstein-skýrslan um að flýta tollalækkununum: herða þannig árásina. Bretland reyndi að verja sig með því að mynda „fríverzlunar- svæði“ landanna sjö (Norðurlanda, Sviss, Austurríkis, Portúgals) í marz 1960. Nú á þessu ári 1961 er hrezka auðvaldið að tapa „orustunni um Bretland“ og hefur nú ákveðið að leita samninga við Efnahags- bandalagið um uppgjöf og innlimun Bretlands í það. Vestur-þýzka auðvaldið er að koma Bretlandi á kné og bak við stendur ameríska auðvaldið og knýr brezka auðvaldið til uppgjafar. Hvernig stendur á að brezka auðvaldið, sem var voldugast allra auðvalda í byrjun aldarinnar, er nú að beygja sig og bíða lægri hlut í viðureigninni við þýzka og ameríska auðvaldið? Hvernig stendur á að mikill hluli brezku auðmannannastéttarinnar getur jafnvel hugsað sér að fórna heimsveldinu fyrir inngöngu í Efnahagshanda- lagið? Brezka auðvaldið hefur í sífellu verið að tapa í samkeppninni við þýzka og ameríska auðvaldið. Á nýliðnum sjötta tug aldarinnar var stöðnun í iðnaðarþróun Bretlands, en auðvald Vestur-Þýzkalands tók forustuna í iðnaði og útflutningi auðvaldshluta Evrópu og Eng-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.