Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 29

Réttur - 01.01.1966, Page 29
R K T T U R 29 sjálfstæði á öndverðri 20. öld fylkti meiri hluti þjóðarinnar sér undir hin gömlu herkumbl Jóns Sigurðssonar, þar sem letruð voru vígorð hins sögulega réttar. Þá kom í ljós, að stjórnmálakenning hans var lykillinn að íslenzku fullveldi. Sverrir Kristjánsson. Hrísgrjónastrið. „New York Times“ segir frá því 21. des. 1965, að bandarískar flugvélar ausi að staðaldri eiturefnum yfir hrísgrjónaekrur í Suður- Vietnam. Voru þessir „boðberar lýðræðisins“ búnir að eyðileggja um 20.000 til 30.000 hektara, þegar hið bandaríska blað birti frétt- ina. V.issir auðmenn í Bandaríkjunum hafa áhuga fyrir þessum „að- gerðum“, sem eiga sem sé að „frelsa fólkið í Vietnam“ eftir orðum Bandaríkjaforseta. Suður-Vietnam hefur verið eitt helzta hrísútflutn- ingsland Asíu til skamms tíma. En sakir þessara aðgerða Bandarikjahers varð Suður-Vietnam að flytja inn 200.000 smálestir af hrísgrjónum frá Bandaríkjunum á árinu 1965. Á þrem mánuðum, — júlí, ágúst og september, — fengu bandarískir hrisgrjónaútflytjendur 41 milljón dollara fyrir hrís- grjónaútflutning sinn. Um miðjan desember tilkynnti „Wall Street Journal“, hið kunna fjármálablað, eftirfarandi: „Bandaríkin flytja nú út % hluta hrís- grjónaframleiðslu sinnar. Ríkisstjórnin hefur fyrir skömmu leyft hrísgrjónaframleiðendum að auka hrísgrjónaekrurnar.“ (Annars eru landbúnaðarframleiðendur í Bandaríkjunum skyldaðir til þess að draga úr framleiðslu sinni, með því að láta ræktað land ónotað, meðan heimurinn sveltur). „Wall Street Journal" kemst að þeirri niðurstöðu að árásarstríðið í Vietnam hjálpi Bandaríkjunum til að verða „mesti hrísgrjóna- útflytjandi heimsins“. — V.issulega: tilgangurinn helgar meðalið!

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.