Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 47

Réttur - 01.01.1966, Side 47
HYM AN LUMER: Fátækt í allsnægtaþjóðfélagi [1 10. hefti tímaritsins „Vandamál friðar og sósíalisma" 1965 er greina- flokknr um Bandaríkin í dag. Greinarnar eru ritaðar af bandarískum kommún- istum og fjallar sú fyrsta um heimsvaldastefnuna og baráttuna gegn henni í Bandarikjunum, þá er grein um jafnréttisbaráttu hlökkumanna og í greininni Fátækt í „allsnægtaþjóðfélagi" eru dregnar fram hinar skýru andstæður hins bandaríska auðvaldsþjóðfélags og hin djúpstæða fátækt milljóna sérstaklega tekin til meðferðar. Þessi grein er lauslega þýdd og endursögð liér á eftir, en höfundur hennar heitir Hyman Lumer.] Að uppgötva fótækt. 1936 minntist Franklin D. Roosevelt á þann „þriðjung bandarísku þjóðarinnar, sem byggi í slæmum húsakynnum, .illa skæddur og van- nærður.“ Þetta var mitt í þeirri mestu eymd, sem bandaríska þjóðin hefur lifað, algjör andstæða við það góðæri, sem verið hafði næst- liðin ár. En Johnson forseti neyddist til að taka eftir fátæktinni í Bandaríkjunum, er hann sagði í ræðu 1964: „Ríkisstjórn okkar lýsir yfir skilyröislausu stríði gegn fátæktinni í Bandaríkjunum, og ég skora á þingið og þjóð.ina að standa meö okkur í þeirra baráttu." — En hvernig stendur á því að slik yfirlýsing er látin út ganga eftir tiltölulega hagstætt tímabil í efnahagsmálum Bandaríkjanna? Svars- ins þarf ekki lengi að leita. Fyrst skal það nefnt að atvinnuleysi hefur aukizt verulega í Banda- ríkjunum hin síðari ár, eftir að Kóreustríðinu lauk. Skv. opinberum skýrslum voru 2,7% atvinnulausra í Bandaríkjunum í júlí 1953, 4,7% í júlí 1957, 5,1% í maí 1960 og voru þessir mánuSir þó há- punJctar „góðœris“. En 1963 var hlutfallstalan komin í 5,7%, en lœkkaði síðan aftur í 5,2% 1964. Og það er ekki fyrr en 1965 að meðaltalið af atvinnulausum yjir öll Bandaríkin jer undir jimm af hundraði eða í 4,8%. En sagan er ekki öll sögð með þessum tölum. Þeir eru taldir hafa

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.