Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 9
Ejettur] RÉTTUR 201 og klettaveggur að utan, því þar er haganlega raðað stærstu stykkjunum, en mylsnan látin innan í. Svo eru þeir skrifaðir frá, meðan þeir skreppa heim að eta tros- ið sitt og þegar þeir hætta á kvöldin. Venjulega stend- ur uppskipunin yfir í eina þrjá daga, og á meðan karl- arnir moka og bera, hella úr pokunum og moka á ný, sitja kaupmaðurinn og skipstjórinn ýmist um borð eða í landi hjá kaupmanninum, hella í glös, drekka og hella í á ný og líta yfir pappíra með dularfullum nöfn- um eins og »manifest« og »faktúra«. Skipstjórinn fær »dusör«, kaupmaðurinn »overvægt« og sjávarþorpið kol, svo allir geti soðið trosið sitt og kaupmaðurinn haldið gluggum sínum þíðum yfir veturinn. Nú var kolaskipið komið, og óli hálfviti og faðir hans gengu niður brekkuna í vinnuna. óli var búinn að læra handverkið til hálfs, hann kunni að bera, því hann var orðinn eins sterkur og hver karlmaður með meira viti, en hann þótti ekki mokunarfær sakir vítsmuna- skorts. Feðgarnir stóðu nú með hinum mönnunum fyr- ir framan verkstjórann og biðu fyrirskipana. Verk- stjórinn kallaði upp nöfnin jafnskjótt og hann skrifaði mennina og skipaði fyrir, hvað hver ætti að aðhafast, en nú brá svo við, að hann nefndi hvorki Geirmund eða óla. Geirmundur skeytti því engu, honum þótti ekki svo mikilsvert að heyra verkstjórann æpa: óli hálfviti. Hann labbaði burt með nokkrum mönnum og fór að moka af bryggjunni. Verkstjórinn kom þar að og sagði við Geirmund: Hér þarf ekki fleiri menn. Hvar á ég' þá að vera? Þú getur víst verið heima hjá þér, karlinn, við höf- um nóga menn, þið óli hálfviti fáið ekki vinnu. Nú, nú, skepnan, hver mælir svo fyrir? Það gætir þú heyrt ef þú þvægir úr eyrunum á þér, svaraði verkstjórinn og leit í kring um sig til þess að aðgæta hvort allir hefðu tekið eftir fyndni hans. Ég heyri að þú segir það, bjálfinn, en annar mun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.