Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 52
244 HEILBRIGÐISMÁLIN í R B [Rjettur
kringum Leningrad og svo á Krím og Kákasus eða
borgum, sem standa við sjó.
Til þess að komast á hressingarhæli lætur verka-
maðurinn skrásetja sig í verkalýðsfélagi sínu eða hjá
sovjetinu á staðnum. Eins og stendur geta hælin tekið
við um 30% af verkamönnunum árlega, en þeir, sem
stunda óheilnæma virinu ganga fyrir.
Til þess að komast á heilsuhæli verða menn að fara
til læknanefndar, sem sker úr um það, hvort slíkt sé
nauðsynlegt, og ef svo er, ákveður hvert hlutaðeigandi
skuli fara og hve lengi hann muni þurfa að vera þar.
Ferðirnar til heilsuhæla og hressingarhæla borgar rík-
ið að hálfu leyti.
Fyrir veruna verða menn að borga 150 rúblur á mán-
uði á heilsuhælum og 120 rúblur á hressingarhælum og
er alt innifalið í því, öll umönnun og meðul og annað
er menn þurfa með. Geti maðurinn ekki borgað, snýr
hann sér til félags þess, sem hann er í og borgar það
þá fyrir hann úr sérstökum sjóði, sem til þess er ætl-
aður. Á hressingarhælunum eru verkamenn gjarnan
y2 mánuð í sumarfríi sínu og fá þeir þá venjulega
kostnaðinn greiddan strax úr sjóði félagsins, og mega
endurgreiða hann smátt og smátt eftir getu, á sex mán.
Einnig geta menn, ef þeir vilja, greitt í sjóðinn mán-
aðargjald og eiga þá inni fyrir dvöl á hæli, þegar þeir
þurfa á því að halda.
Ég hef séð mörg af þessum hælum, bæði hressingar-
og heilsuhælum. Þau sem eru á Krím eru hreint og
beint dásamleg. Flest eru þau til húsa á gömlum
klaustrrum eða höllum, sem aðalsmenn og auðmenn
höfðu látið byggja sér til sumardvalar fyrir stríðið.
Hælin á Krím tóku 1929 á móti 70 þús. sjúklingum og
1930 gátu þau tekið 170 þús. Héraðið þarna er yndis-
legt, Krím er sennilega einhver unaðslegasti staður á
jarðríki og sjúklingunum líður þarna Ijómandi vel,
eftir því, sem sjúklingum annars getur liðið. Þarna