Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 25
Rjettur] HVERSVEGNA ERU LÆRÐIR MENN
217
og hálærður málfræðíngur getur því alveg jafn
græskulaust ímyndað sér, að það sé t. d. eitthvert vit í
Maltusar-kenníngunni, eins og t. d. fiskkaupmaður eða
alþíngiskona, sem af einhverri tilviljun kynni að hafa
rekist á bækur sem halda fram þessari úreltu kenn-
íngu, meðan lærður sósíalisti veit, að í þeirri kenníngu
býr naumast gran af hagfræðilegum virkileik. útlærð-
ur guðfræðíngur, sem er kannske hreinn og beinn
snillíngur í því að halda ræður um Jesú, getur fyrir
öllu því, sem lærdómur hans um guðspjöllin hefur inn-
gefið honum, haldið því fram, að Henry Ford sé þeim
mun duglegri og vitrari maður, sem hann hefur látið
búa til fleiri vagna en aðrir menn, og að hinn hundrað-
æri John D. Rockefeller hljóti t-. d. að vera séní af því,
að hann »á« ekki aðeins oliulindir í New York-ríki,
heldur einnig i Persíu. Ég hef iðulega heyrt lærða
menn halda fram skoðunum, sem eru alveg nákvæm-
lega í þessum stíl. Slíkum skoðunum gæti hver bakara-
sveinn haldið fram með nákvæmlega jafnmiklum rétti
og hver lærður maður, — rétti fáfræðinnar og hug-
takaruglíngsins, af því lærdómur hvors um sig felst
ekki í félagslegri upplýsíngu, heldur í faglegri kunn-
áttu.
Önnur orsök til þess, að lærðir menn greiða venju-
lega atkvæði sitt gegn sósíalisma er sú, — enda þótt
segja meigi, að einnig hún sé sprottin af vanþekkíngu,
að þeir eru undirorpnir samskonar barnalegri hug-
mynd og t. d. smákaupmenn, að halda, að þeir séu
sjálfir yfirstétt, og ímynda sér, að þeir séu »fínir
menn«; það er þetta, sem kallað er að vera stéttviltur.
Þessi hugmynd orsakast hér á landi venjulega af
tveim aðalorsökum. Fram undir vora daga var það tal-
ið »fínt« að gánga gegnum mentaskóla, bæði af því, að
slíkir skólar tilheyrðu hlunnindum efnastéttarinnar og
ólu þannig upp höfðíngjasleikjur (snobs) meðal þeirra
fátækari, sem með einhverjum ráðum tókst að slæðast