Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 14
206
ItÉTTUR
[Rjettuv
Geirmundur dró annað augað í pung, það verður
hægt að grynna á henni.
Hvernig þá, hafið þér innlegg?
Þegar ég fæ vinnu minnkar skuldin.
En þér fáið hana bara aldrei, hló kaupmaður. Ég
get náttúrlega ekki látið yður diæpast úr hungri, en
ég verð að hafa skuldina tryggða.
Hnuhh, fnæsti Geirmundur.
Ég gæti tekið veð í húsinu yðar þó það sé naumast
mikils virði, — ásamt lóðinni.
Geirmundur horfði rannsakandi á kaupmann.
Hverslags brellur voru nú í honum.
Gangið þér að því, spurði kaupmaður óþolinmóður,
ég hefi annað að gera en að ræða hér um nokkur slátur.
Þig langar í þennan skika.
Ekki vitund, en ég vil hafa tryggingu fyrir skuld-
inni, veð er ekki sama og sala, útlistaði kaupmaður.
Geirmundur vissi ekkert hvað veð var og naumast
sala heldur, en hann vissi bara að kaupmaður var ref-
ur, en hann sjálfur fátækur og atvinnulaus verkamað-
ur, dýrið í honum var ennþá svo vakandi, að hann var-
aðist hættuna. Hann fór heim sláturlaus að sinni.
En sláturlaus gat Geirmundur ekki komizt af, því
slátur á veturna er þorpsbúum hið sama og sólin jörð-
inni, með því viðhalda þeir hinum innra umgangi, sem
búkur þeirra þarfnast gegn vetrarhörkunum og til við-
halds mannkyninu. Kerlingin hans Geirmundar gat
næstum ekki afborið það að fá ekki sitt slátur, og eft-
irhermur óla voru nú meira en nokkru sinni áður sótt-
ar í móðurættina. Hann grét og bað guð fyrir sér, með-
an hann hoppaði út og inn. Hér varð eitthvað að aðhaf-
ast. En þvermóðskan í Geirmundi átti sér engin tak-
mörk. I staðinn fyrir að hvísla þessu lausnaroi’ði í eyra
kaupmanns, fór hann til hreppsnefndarinnar og sagði
sig til sveitar.
Oddvitinn sýndi honum fram á slíka þarfleysu,