Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 63

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 63
Rjettur] RITSJÁ 255 vísindalegasta útgáfa, sem til er af ritum hans. Fylgja henni nákvæmar skýringar, fylgiskjöl, þar sem prentuð eru þau merki- leg skilríki, sem Lenin í ritum sínum vísar til, og ennfremur æfiágrip þeirra manna, sem hann getur um. »Verlag fur Literatur und Politik«, hið mikla þýska bókaút- gáfufjelag, hefur ráðist í að gefa rit hans út í þýskri þýðingu, þeirri einu, sem viðurkend er af Leninstofnuninni. Þessi Lenin-útgáfa er í alla staði hin merkilegasta. Starfsemi Lenins nær yfir það 30 ára tímabil, sem örlagaríkast er í sögu verklýðshreyfingarinnar og allan tímann er Lenin ein aðalper- sónan sjálfur. Einkum markar þó starfsemi hans hin veiga- mestu tímamót mannkynssögunnar, þegar barátta hans gegn heimsstríðinu byrjar og undirbúningurinn undir byltinguna hefst. En um það fjallar einmitt þetta hefti. Þar eru ræður Lenins, brjef og greinar á árinu 1910 og til í mars 1917. Ennfremur greinarkafli um sosialistabyltinguna og sjálfsákvörðunarrjett þjóðanna, um friðarhreyfinguna, um Zimmerwald-hreyfinguna o. fl. En aðalhluti bindisins er hið mikla og merkilega rit Lenins um »Imperialismann (stórveldastefnuna) sem hæsta stig auð- valdsins«. 1 þessari bók rekur Lenin samdrátt auðmagnsins í hverri iðn- greininni á fætur annari, myndun einokunarhringanna, hið aukna hlutverk og' yfirdrotnun bankanna og sýnir hvernig alt þetta skapar fjármálaauðvaldið (Finanskapital), sem verði það stig auðvaldsþjóðfjelagsins, er taki við af iðnaðarauðvaldinu og hinni frjálsu samkepni þess. Fjármálaauðvaldið kemur á og eykur geysilega útflutning auðmagns til nýlendnanna og við það harðnar baráttan um yfirráð markaðanna og þeirra landa, sem eru enn ekki orðin stóriðnaðarlönd. Heiminum er skipt upp milli hringanna, milli stói-veldanna. Skýrgreinir Lenin svo im- perialismann, sýnir fram á, hvernig andstæður auðvaldsins ná hámarki sínu í imperialismanum, hvernig meinsemdir þess jeta. um sig, hvernig auðmannastjettin sjálf gerspillist af sníkjulífi renturæningjans, jafnhliða því sem verkalýður heimalandanna og kúguðu nýlenduþjóðirnar fylkja sjer til árása á heimsauð- valdið. Þessi bók um imperialismann er einnig til í danskri þýðingu og getur »Rjettur« útvegað hana. Rit Lenins þurfa allir þeir að eignast, sem nema vilja til hlýtar sosialisma nútímans og geta skilið þýsku. Á stærri bóka- söfnum Islands eru rit þessi sjálfsögð. E, 0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.