Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 13
Hjettur] RÉTTUR 205 ir hans, að honum datt ekki í hug að gera áhlaup á kofann hans Geirmundar, brjóta hann niður að grunni og velta karlinum niður fyrir bakkann. Hann bai’a beið þess að hin nákvæma vél máttar hans malaði karlinn í sundur og jafnaði kofann við jörðu, svo hægt væri að reisa guðshúsið. Hann lofaði meira að segja Geirmundi að taka út beinakex og annað lífsviðurværi, rétt eins og hann hefði atvinnu, og hann brosti bara í kamp þegar hann sá hvernig vinstri dálkurinn í reikningi Geirmundar fylltist af þessum smáu, kátbroslegu tákn- um, sem kölluð eru tölustafir og stjórna heiminum. Haustið kom, þessi forstofa vetrarins, sem allir ganga í gegn um með von eða kvíða í geði, eftir því hve vel þeir eru klæddir til inngöngu í hinn mikla og kalda vetrarsal. Geirmundur rölti um þungbúinn og kaldur, tilsvör hans voru orðin beisk eins og gall. Konan hans varð æ veiklulegri. Með næmleik vesalingsins fann hún til ná- vistar óhamingjunnar. Geirmundur sótti slóg í poka niður að sjónum og bar það heim á tún til áburðar. óli hoppaði á eftir honum, skoplega hryggðarlegur á svipinn. Þögli föðurins og kveinstafir móðurinnar voni nú hans einu eftirhermulindir. Geirmundur vissi svo sem ekki til hvers hann var að bera á túnið, hver mundi eiga það með vorinu? Hann sparn fæti við ein- um þorskhausnum og sagði: Þetta fer allt í helvítis kjaftinn á honum. Nú þurfti Geirmundur að fá innan úr til vetrarins. Um það varð að tala við kaupmanninn, búðarmaðurinn réði ekki slíkum viðskiftum, þau voru fyrir utan vald- svið hans. Hann gat ákveðið, hvað hver einn mátti fá af beinakexi og kaffi, jafnvel tóbaki, en innan úr fénu prestsins, nei, því réð enginn nema kaupmaður sjálfur. Það er orðin nokkuð há skuldin hjá yður; kaupmaður leit ásakandi á Geirmund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.