Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 59

Réttur - 01.10.1931, Side 59
Rjettur] TILBÚINN ÁBURÐUR 251 Hvemig getum við bjargað okkur? Með stríði. Með nýrri heimsstryjöld. Með henni getum við á tvennan hátt komið fótum undir okkur aftur. Næsta stríð verð- ur óhjákvæmilega efnastríð, þ. e. að mestu leyti verð- ur barist með eiturgastegundum. Við það fá efnaiðn- aðarverksmiðjurnar nóg að gjöra. Og stríðsgróðinn mun ekki verða ódrýgri en gróði vopnaverksmiðjanna varð við síðustu styrjöld. Svo er markaðurinn, hann er að verða of lítill. Við verðum að fá nýjan markað. En livar getum við unnið okkur markað fyrir vörur okk- ar? Hverjir eiga að heyja stríð? Þjóðverjar og Frakk- ar eða Þjóðverjar og Englendingar eða þessar þjóðir við Ameríkumenn. Nei, miðgarðsormur auðvaldsins liggur um öll þessi lönd. Sömu bankarnir styðja iðnað- arhringi þessara landa, þeir eru orðnir svo að segja ein samsteypt heild. öðru máli er að gegna með Rússland. Þangað inn hefir auðvaldið ekki getað þrengt sér. 160 miljónir manna, bændur og verkamenn hafa þar brotið af sér klafa arðránsskipulagsins. Þessar 160 miljónir manna þarf að leggja undir járnhæl auðhringanna aftur, en það er ekki hægt nema með blóðugri styrjöld. Efnaiðnaðarverksmiðjum heimsins er hægt að breyta á mjög skömmum tíma, þannig að þær framleiði alls- konar eiturgastegundir og sprengiefni. Auðvaldið þarf stríð til þess að geta fest sig aftur í sessi. Aðeins einn máttur, verkalýðurinn, getur komið í veg fyrir þetta stríð og þá einkum sá verkalýður, sem vinnur við efna- iðnaðarverksmiðjurnar. Með því að vera á varðbergi geta þeir fylgst með hvenær auðvaldið ætlar að breyta framleiðslunni frá því að vera framleiðsla óhjákvæmi- legra lífsnauðsynja, er mannkynið vanhagar svo mjög um, í framleiðslu á eiturgasi, sprengiefni og morðvopn- um og fleiru, sem getur komið að notum í þjónustu eyðileggingarinnar. Á ráðstefnu köfnunarefnis framleiðenda, haldinni

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.