Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 64

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 64
256 RITSJÁ [Rjettur Michail Scliolochow: Der stille Don. Ver- lag' fíir Literatur und Politik. Berlin 1930. Af þeim fjölda ágætra skáldsagna, sem skapast hafa- í Rúss- landi síðan byltinguna, er þessi einhver sú besta. Er þetta helj- armikið skáldverk. 2 þykk bindi eru komin út. Hið fyrra heitir »Frá friði til styrjaldar«. Hið síðara »Stríð og bylting«. Er skáldsagan fyrst og fremst lýsing á lífi Kósakkanna við Don, siðum þeirra og venjum, trúarlífi og ástum, brög'ðum og bardögum. Hún ber það með sjer þessi saga, að menning hins borgara- lega Rússlands hefur ekki horfið, þótt byltingin yrði, heldur hafa byltingarskáldin þvert á móti lært margt af eldri skáldun- um og reynt að bjarga því besta úr list þeirra. Mun mörgum detta í hug »Stríð og friður« Tolstois við lestur þessarar sögu og þolir hún að mörgu leyti samanburð við það meistaraverk. Sagan iðar af lífi og fjöri, allar persónurnar öðlast virkilega sjálfstæðan lífskraft og' höfuðpersónan, Grigorij Pantelejewitsch Meljechow, er snildarlega g'erð, sálarstríð hans út af ástamál- unum, ástríðumar, hefnigirnin, hugarstríðið út af Bolshevism- anum — öllu er þessu lýst svo ljóst, sem frekast er hægt að óska. Öll er sagan svo »spennandi«, að hún sameinar hvað það snertir kosti bestu »reifara« við list skáldsögunnar. E. O. J. Lenz: Die II. Internationale und ihr Erbe. 1889—1929. Verlag Carl Hoym Nachfolger. Ham- burg—Berlin. 1930. 1 þessari bók, sem er tæpar 300 síður, getur að finna bestu sögu 2. Intemationale, þessa heimskunna sambands sosialdemo- krata, sem rituð hefur verið fram að þessu. Er bókin m. a. full af tilvitnunum í ræður helstu forvígismanna sambandsins, Be- bels o. fl., á þingum þess, og prentaðar upp ályktanir og sam- þyktir frá sömu alþjóðaþingum. Auk þess rekur höf. sögu Al- þjóðasambanda kommúnista og' sosialdemokrata eftir stríðið alt fram til 1929. Er saga þessi hin merkilegasta í alla staði og auk þess skemtilega rituð. En hún er fyrst og fremst söguleg og' heldur sjer aðallega við það að lýsa þróuninni á þessu sviði, en minna við hitt að rannsaka orsakir afsláttarstefnunnar og svik- anna og samhengi þess við imperialismann. Fyrir sosialdemo- krata þá, sem þýsku skilja, er þetta hin gagnlegasta bók, og ekki síður fyrir kommúnistana. E. O. Allar þessar bækur útvegar »Bókaverslun alþýðu h.f.«, Aðal- stræti 9 B, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.