Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 26

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 26
218 HVERSVEGNA ERU LÆRÐIR MENN............ [Rjettur þar í gegn, og líka af því, að eftir aflokið skólanám veitti skólagángan þeim aðgáng að stöðum og embætt- um, sem lagði bæði í hendur þeirra völd yfir öðrum og ýmis fjárhagsleg fríðindi. Nú hefur þetta breyst, þannig, að hin raunverulega yfirstétt í landinu eru ekki leingur lærðir embættismenn, heldur bæði ólærð- ir og oft fremur illa mentaðir menn, sem versla með fisk, eða höndla með lífsnauðsynjar manna á þann hátt að selja þær dýrar en þeir kaupa. Náttúrlega geta lærðir menn enn þá komist í yfirstétt, ef þeir eru svo hamíngjusamir að leggja út í heppilega spákaup- mennsku (speculation), eða geta notað sér aðstöðu og embætti til að draga sér fé í stórum stíl, sem þó venju- lega gerist á löglegan hátt eins og allir meiri háttar glæpir, eða aungla saman aurum, svo að þeir geti lagt þá í einhverskonar ræníngjafyrirtæki, en það er yfir- leitt sjaldgæft, að lærðir menn hafi smekk fyrir slíku, og kemur hér um bil aldrei fyrir meðal þeirra, sem unna starfi sínu eða lærdómsgrein. Þeir hafa þannig að jafnaði eingan hag af því, eins og yfirstéttin hefur, að alþýða manna sé tröllpínd með skattaálögum og kaupkúgun, en hinum ríku hlíft að sama skapi sem börn fátækra eru rækilegar kvalin, bæði andlega og lík- amlega, vegna illrar aðbúðar og uppeldisskorts. Þó gerir borgaralegt þjóðfélag, og eingu síður hið »lýðræðissinnaða« þjóðfélag borgara, sér far um að ti'yggja sér þessa menn, og halda þeim í þeirri trú, að þeir séu betra fólk en aðrir verkamenn, með því að greiða þeim hærra kaup fyrir þeirra vinnu en öðrum mönnum (sem inna þó kannske þjóðfélaginu miklu þýðíngarmeiri störf af hendi) og nær slíkt auðvitað ekki nokkurri átt rökvíslega séð, en vel skiljanlegt frá sjónarmiði auðvaldsins, sem er auðvitað, hvað sem tautar, hið ráðandi magn í »lýðræðissinnuðum« þjóð- félögum. Auðvaldið, yfirstéttin, reynir alt hvað hún orkar að ávinna sér pólitískan og »siðferðilegan« stuðn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.