Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 56

Réttur - 01.10.1931, Side 56
248 TILBÚINN ÁBURÐUR [Rjettur hershöndum og notuð til að kúga hann og þann bænda- fjölda, sem þarf á áburðinum að halda. Til áramóta 1927—1928 höfðu íslenskir bændur lítil kynni af öðrum áburði en Noregssaltpétri og Chile- saltpétri. Framleiðandi þessa Noregssaltpéturs var Norsk Hydro Elektrisk Kvælstofaktieselskab í Noregi. Skýrslur þessa fyrirtækis sýna að frá og með árinu 1911 til 1927 hefir það greitt hluthöfum í arð af bréf- um sínum yfir 87 miljónir króna. Einnig hefir það greitt ágóðahluta til stjórnenda og annara æðri em- bættismanna sinna rúmar 5 milj. f ýmsa sjóði er fé- lagið búið að safna á þessum árum um 45 milj. kr. Og enn munu ýmsar deildir hafa safnað í sérstaka sjóði, er áreiðanlega nema allmiklum upphæðum. Árið 1925 mynduðu 7 efnaiðnaðarverksmiðjur í Þýskalandi með sér sölusamband eða hring. Fremsta og sterkasta í þessum hring var verksmiðja Badische Anilin und Sodafabrik. Hringurinn nefnir sig I. G. Farben-industri A. G.*) I. G. F. hafa þá aðferð við vinslu á köfnunarefni úr loftinu, sem kend er við eða kölluð Haber-Bosch að- ferðin og er hún miklu hentugri en sú, sem Norsk- Hydro í Noregi hafði notað. Ekki var annað sýnna en I. G. F. hringurinn mundi alveg ráða niðurlögum Norsk Hydro í samkeppninni og haustið 1927 varð það að leita samkomulags við þá. Síðan hefir Norsk Hydro aðeins verið einn stór hlekkur í þessum okurhring. Meiri hluti stjórriari og fulltrúaráðs Norsk Hydro eru erlendir auðkýfingar. Til nauðsynlegra breytinga á iðnrekstrinum, er nú skyldi sniðinn eftir Haber-Bosch aðferðinni, vár tekið 20 miljón dollara lán eða 76 milj. norskar krónur hjá National City Bank of New York. *) Nánari frásögn um þennan volduga hrjng, I. G. F. er í »Rjetti«, 15. árg. 1. hefti og vísast þangað viðvíkjandi öllum nánari upplýsingum um hann.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.