Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 46
288
SOVJET-KINA
[Rjettui’
félögunum er ætlað að leiða launabaráttu verkalýðsins
og fá kröfum verkalýðsins framgengt með ýmsum ráð-
stöfunum sínum, þar á meðal líka með verkföllum.
Skattapólitik ráðstjórnarinnar er hin sama í borg-
um sem sveitum. Skatturnir eru stighækkandi og lagö-
■ir á eftir stéttum, aðalþungi þeirra hvilir á hinum ríku
og efnuðu, en fátæklingarnir eru skattfrjálsir.
Þetta er í grófum dráttum stefna ráðstjórnar sovjet-
héraðanna í Kína á sviði framleiðslumála. Við sjáum,
að tilgangur ráðstjórnarinnar er elcki að »lcoma á«
sosialismanum í einni svipan. Til þess að það verði
hægt, eru framleiðsluöflin og þjóðfélagsþróunin ekki
komin á nógu hátt stig. Ráðstjómin vinnur að því að
efla og festa bandalag verkalýðsins og meirihluta
bænda, að tryggja rauða hernum sigur í borgarastríð-
inu, að bæta lífskjör alþýðunnar og að stuðla að bylt-
ingunni í öðrum hlutum Kína. En þessi pólitík stuðlar
samtímis að því að slcapa hin efnalegu og þjóðfélags-
legu skilyrði fyrir því, að upp úr þessari borgaralegu
lýðræðisbyltingu vaxi sosialistisk bylting.
Þannig er þá stefna sovjetstjórnarinnar í þeim hér-
uðum Kína, sem hún hefir náð á sitt vald. Brýtur hún
mjög í bág við frásagnir auðvaldsblaðanna af ráns-
ferðum, morðum og allskonar ofbeldi, er þeir hafi þar
í frammi. Eru þá allar sagnir um ránsferðir, morð,
hungur og hörmungar, sem kínverska þjóðin verður
að þola, einber lygi? Nei. Alt þetta á sér stað í Kína,
og það í ríkum mæli, en það eru ekki kommúnistarnir,
sem fremja þessi verk, heldur einmitt þeir menn sjálf-
ir, sem láta snápa sína æpa hæst um hryðjuverkin og
snúa þeim upp á kommúnistana. Til samanburðar skal
hér skýrt lítið eitt frá ástandinu í þeim héruðum Kína,
sem enn eru í höndum kínversks og útlends auðvalds.
Kína er geysistórt land og auðugt, og byggir það
fjölmennasta þjóð heimsins, um 400 miljónir talsins.
Kapítalistisku stórveldin hafa um langt skeið litið