Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 15

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 15
Rjetturj RÉTTUR 207 skerðing virðingar hans og mannréttinda, en Geir- mundur sat við sinn keip. Að aflokinni þurfalings- skýrslu og öðrum pappírum, sem sýndu tilverustig Geirmundar nú í þjóðfélaginu, fékk hann bevís hjá oddvita og slátur út á það hjá kaupmanni. Veturinn leið með hörku sinni, myrkri og miskunn- arleysi. íbúar sjávarþorpsins blésu í kaun og kúrðu fram eítir til þess að spara kolablöðin. Þessi vetur hafði verið Geirmundi þyngri í skauti en nokkur annar vetur sem hann hafði lifað. Hann hafði ekki getað dregið til búsins á venjulegan hátt og mætt vetrinum með þeirri öryggi fátæklingsins, að vorið færði honum heim launin fyrir að hafa baslast gegn um vetrarofríkið. Skapillur og niðurlútur rölti hann á milli oddvitans og kaupmannsins með bevís upp á sína ögnina af hverju. Sveitarskuldin óx, og þurftum Geirmundar og hyskis hans var naumast borgið. Odd- vitinn var stórsnúðugur og knífinn, honum fannst sveitarsjóðurinn vera til annars en lenda í þurfaling- um, sem ekki þurftu að vera það. Geirmundur var kominn í ósátt við hreppsnefndina, kaupmanninn og guð almáttugan. 5. Svo var það einn dag um vorið að fjölmennt var á Mel hjá Geirmundi gamla. Undanfari þessarar sam- komu voru ýms skrif og auglýsingar, sem nauðsynlegt var 'til þess, að hreppsnefndin gæti náð rétti sínum á þurfalingnum Geirmundi Kárasyni. Aftur stikaði kaupmaður upp brekkuna að kofa Geir- mundar, og stóð þar og gnæfði yfir hópinn. Hrepp- stjórinn las upp kröfu hreppsnefndarinnar, að selja hús og lóð til lúkningar sveitarskuldinni. Hann stóð með veldissprotann (uppboðshamarinn) á lofti og bað menn að gera boð í eignina. Geirmundur sat á steinin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.