Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 15

Réttur - 01.10.1931, Page 15
Rjetturj RÉTTUR 207 skerðing virðingar hans og mannréttinda, en Geir- mundur sat við sinn keip. Að aflokinni þurfalings- skýrslu og öðrum pappírum, sem sýndu tilverustig Geirmundar nú í þjóðfélaginu, fékk hann bevís hjá oddvita og slátur út á það hjá kaupmanni. Veturinn leið með hörku sinni, myrkri og miskunn- arleysi. íbúar sjávarþorpsins blésu í kaun og kúrðu fram eítir til þess að spara kolablöðin. Þessi vetur hafði verið Geirmundi þyngri í skauti en nokkur annar vetur sem hann hafði lifað. Hann hafði ekki getað dregið til búsins á venjulegan hátt og mætt vetrinum með þeirri öryggi fátæklingsins, að vorið færði honum heim launin fyrir að hafa baslast gegn um vetrarofríkið. Skapillur og niðurlútur rölti hann á milli oddvitans og kaupmannsins með bevís upp á sína ögnina af hverju. Sveitarskuldin óx, og þurftum Geirmundar og hyskis hans var naumast borgið. Odd- vitinn var stórsnúðugur og knífinn, honum fannst sveitarsjóðurinn vera til annars en lenda í þurfaling- um, sem ekki þurftu að vera það. Geirmundur var kominn í ósátt við hreppsnefndina, kaupmanninn og guð almáttugan. 5. Svo var það einn dag um vorið að fjölmennt var á Mel hjá Geirmundi gamla. Undanfari þessarar sam- komu voru ýms skrif og auglýsingar, sem nauðsynlegt var 'til þess, að hreppsnefndin gæti náð rétti sínum á þurfalingnum Geirmundi Kárasyni. Aftur stikaði kaupmaður upp brekkuna að kofa Geir- mundar, og stóð þar og gnæfði yfir hópinn. Hrepp- stjórinn las upp kröfu hreppsnefndarinnar, að selja hús og lóð til lúkningar sveitarskuldinni. Hann stóð með veldissprotann (uppboðshamarinn) á lofti og bað menn að gera boð í eignina. Geirmundur sat á steinin-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.