Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 7

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 7
Rjettur] RÉTTUR 199 var lítill og væskilslegur, boginn og kræklóttur af salt- burði og kolaburði, svo það gat verið óárennilegt ef kaupmaður legðist ofan á hann, hann mundi merja hann eins auðveldlega og Geirmundur lús með nögl- inni. Ég kem hingað og býð yður kurteislega að kaupa af yður kotið og túnblettinn og hafði ekki hugsað mér að skera kaupverðið við neglur mér, en þér svarið mér tómri ósvífni. Ég vil ekki hafa slíkt. Ég á það ekki hjá yður fyrir allt það, sem ég hefi hjálpað yður. Svarið þér eins og maður og segið þér, hvað þér viljið hafa fyrir hús og lóð. Við þurfum enga aðstoðarmenn við þessi kaup, ég er ekki að sýta verðið, ef þér farið ekki vitleysislega langt fram úr allri sanngirni. Nei, við þurfum enga aðstoðarmenn. Ég vil ekki selja. Ég hefi á meira en hæfilega löngum mannsaldri verið að basla við að eignast þetta hreysi og erja þenn- an bölvaðan mel, og ég vil hafa það fyrir fyrirhöfnina að fá að deyja hér í friði. Þú ert búinn að fá þitt — og rúmlega það. Ég skal láta selja ofan af þér kofadjöfulinn, öskraði kaupmaður og gleymdi nú öllum þéringum. Síðan snar- aðist hann ofan brekkuna. Guð hjálpi mér, hver ósköpin ganga á, Geirmundur minn? spurði veikluleg rödd fyrir aftan hann, og eitt- hvað, sem meira líktist nái en andliti lifandi mann- eskju gægðist út á milli skakkra dyrustafanna. Geirmundur dró annað augað í pung. Hann vildi fá að fara upp í til þín og varð svona vondur, af því ég rak hann í burtu. Á að selja? röddin í dyragættinni varð nú að gráti og fyrirbænum. Æ! hættu þessu, kerling, og hitaðu kaffið. Það verð- ur ekkert selt. Selja! sagði nú önnur rödd. Það var óli hálfviti, hann kom til föður síns og hoppaði á tánum í kring um hann. Hann hoppaði alltaf eins og ofsaglatt barn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.