Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 7

Réttur - 01.10.1931, Page 7
Rjettur] RÉTTUR 199 var lítill og væskilslegur, boginn og kræklóttur af salt- burði og kolaburði, svo það gat verið óárennilegt ef kaupmaður legðist ofan á hann, hann mundi merja hann eins auðveldlega og Geirmundur lús með nögl- inni. Ég kem hingað og býð yður kurteislega að kaupa af yður kotið og túnblettinn og hafði ekki hugsað mér að skera kaupverðið við neglur mér, en þér svarið mér tómri ósvífni. Ég vil ekki hafa slíkt. Ég á það ekki hjá yður fyrir allt það, sem ég hefi hjálpað yður. Svarið þér eins og maður og segið þér, hvað þér viljið hafa fyrir hús og lóð. Við þurfum enga aðstoðarmenn við þessi kaup, ég er ekki að sýta verðið, ef þér farið ekki vitleysislega langt fram úr allri sanngirni. Nei, við þurfum enga aðstoðarmenn. Ég vil ekki selja. Ég hefi á meira en hæfilega löngum mannsaldri verið að basla við að eignast þetta hreysi og erja þenn- an bölvaðan mel, og ég vil hafa það fyrir fyrirhöfnina að fá að deyja hér í friði. Þú ert búinn að fá þitt — og rúmlega það. Ég skal láta selja ofan af þér kofadjöfulinn, öskraði kaupmaður og gleymdi nú öllum þéringum. Síðan snar- aðist hann ofan brekkuna. Guð hjálpi mér, hver ósköpin ganga á, Geirmundur minn? spurði veikluleg rödd fyrir aftan hann, og eitt- hvað, sem meira líktist nái en andliti lifandi mann- eskju gægðist út á milli skakkra dyrustafanna. Geirmundur dró annað augað í pung. Hann vildi fá að fara upp í til þín og varð svona vondur, af því ég rak hann í burtu. Á að selja? röddin í dyragættinni varð nú að gráti og fyrirbænum. Æ! hættu þessu, kerling, og hitaðu kaffið. Það verð- ur ekkert selt. Selja! sagði nú önnur rödd. Það var óli hálfviti, hann kom til föður síns og hoppaði á tánum í kring um hann. Hann hoppaði alltaf eins og ofsaglatt barn og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.