Réttur


Réttur - 01.10.1931, Síða 57

Réttur - 01.10.1931, Síða 57
Kjettur] TILBÚINN ABURÐUR 249 Þessi banki er nú kominn í mjög náið samband við I. G. F. Slíkir hringir sem I. G. F. eru í Frakklandi, Eng- landi og Ameríku og eru þeir stöðugt að nálgast hverir aðra, eru að verða að æ heilsteyptari arðránsfyrirtækj- um, sem setja neytendum þá kosti,erþeim þóknast. Um allan heim berjast hundruð miljónir bænda í bökkum. Með óheyrilegum þrældómi og gæðasnauðu lífi, ár út og ár inn, hafa þeir varla ofan í sig og á eða sínar fjölskyldur. Hvar er árangurinn af öllu okkar striti? Villimenn frumskóganna hafa nóg í sig og á, ef þeir hafa boga sinn og spjót; við búum við erfiði og meiri og minni skort, en höfum ekki við. Já, hvar lendir arð- urinn af öllu okkar starfi? Heimsveldin, auðhringirnir, sem selja bændum þessa nauðsynlegu og óhjákvæmi- legu vörur til búrekstursins, svo sem áburð og verk- færi, og bankastofnanir þeirra, útbýta arði í öllum mögulegum myndum svo mörgum hundruðum miljóna nemur árlega. Aldrei í sögu mannkynsins hafa aðrir eins auðjötnar verið til sem nú. Eignir þeirra og völd ná yfir heil lönd og álfur. En hundruð miljónir verka- manna og bænda búa við verri og verri kjör. Þess var getið hér að framan að alment hefði verið búist við verðlækkun á tilbúnum áburði árið 1931, ennfremur að sú von brást. I. G. F., sem hér hefir ver- ið reynt að gefa mönnum nokkra hugmynd um, og enskur hringur, Brunner Mond & Co., sem náði yfir samskonar iðngreinar og I. G. F. hafa gjört samkomu- lag með sér um það að halda uppi verði áburðarins og öðrum afurðum efnaiðnaðarins á hverju sem veltur. Orsökin til þess að samsteypa þessará auðhringa gekk svo greiðlega var sú, að I. G. F. var búinn að ná svo miklum ítökum í National City Bank of New York, sem er banki Standard Oil Co., olíuhringsins ameríska, en Brunner Mond & Co. styðst meira og minna við fé frá miðstöð Bandaríkjaauðvaldsins í hinu alkunna Wall Street í New York. Tengdirnar voru orðnar svo

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.