Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 8
200 RÉTTUR [Rjettur át allt eftir, sem hann heyrði og sá. Selja, selja, sagði hann, dró augað í pung eins og faðir hans og lézt vera að tyggja tóbak. Veiztu hvað þetta er, óli, sem fer þarna oían brekk- una? Það er blóðsuga. Blóðmörsiður, sagði óli og hoppaði. 8. Margar eru leiðir dugandismannsins, einstaklings- ins, sem skattleggur heildina í skjóli sinna eigin laga um varðveizlu arðránsins, og fá eru afdrep fátæklings- ins. Þegar kolaskip kemur til sjávarþorpsins, er það mikill og góður viðburður. Karlarnir í kumböldunum búa sig á ballið. Það er einhver hitakennd óró í þeim, meðan langa, svarta skipið, sem skítuga norska fán- ann, bægslast inn fjörðinn og öskrar ógurlega. Þeir flýta sér í verstu garmana sína, snúa derinu á húfunni aftur, ef rigning er, það er uppfinning þeirra, svo það rigni síður ofan á hálsinn á þeim, þegar þeir rogast með kolapokana upp bryggjuna. Það er heldur engin venjuleg rigning. Það rignir kolaleðju. örsmátt kola- rykið þyrlast upp úr lestinni, fellur brátt niður með regninu, rennur í lækjum ofan á bogin bökin og bland- ast þar sveitanum. En ekki þykir körlunum betra þeg- ar þurt veður er og vindur, í kolauppskipun, því þá smýgur kolarykið inn á þá alla í gegn um gauðrifin fötin og setzt í vitin á þeim eins og eiturgas. Karlarnir labba fram að bryggjuhúsinu og láta verkstjórann skrifa sig. Sumir fara ofan í lest skipsins og moka kolum í tvær tunnur, sem síðan eru dregnar upp með skipsvindunni og helt úr þeim á bryggjuna, þá eru aðrir sem moka af bryggjunni upp í pokana, sem karl- arnir bera upp fyrir bryggjuhúsið og hella þar úr þeim. Síðan er kolunum mokað upp í bing, sem er eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.