Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 8

Réttur - 01.10.1931, Page 8
200 RÉTTUR [Rjettur át allt eftir, sem hann heyrði og sá. Selja, selja, sagði hann, dró augað í pung eins og faðir hans og lézt vera að tyggja tóbak. Veiztu hvað þetta er, óli, sem fer þarna oían brekk- una? Það er blóðsuga. Blóðmörsiður, sagði óli og hoppaði. 8. Margar eru leiðir dugandismannsins, einstaklings- ins, sem skattleggur heildina í skjóli sinna eigin laga um varðveizlu arðránsins, og fá eru afdrep fátæklings- ins. Þegar kolaskip kemur til sjávarþorpsins, er það mikill og góður viðburður. Karlarnir í kumböldunum búa sig á ballið. Það er einhver hitakennd óró í þeim, meðan langa, svarta skipið, sem skítuga norska fán- ann, bægslast inn fjörðinn og öskrar ógurlega. Þeir flýta sér í verstu garmana sína, snúa derinu á húfunni aftur, ef rigning er, það er uppfinning þeirra, svo það rigni síður ofan á hálsinn á þeim, þegar þeir rogast með kolapokana upp bryggjuna. Það er heldur engin venjuleg rigning. Það rignir kolaleðju. örsmátt kola- rykið þyrlast upp úr lestinni, fellur brátt niður með regninu, rennur í lækjum ofan á bogin bökin og bland- ast þar sveitanum. En ekki þykir körlunum betra þeg- ar þurt veður er og vindur, í kolauppskipun, því þá smýgur kolarykið inn á þá alla í gegn um gauðrifin fötin og setzt í vitin á þeim eins og eiturgas. Karlarnir labba fram að bryggjuhúsinu og láta verkstjórann skrifa sig. Sumir fara ofan í lest skipsins og moka kolum í tvær tunnur, sem síðan eru dregnar upp með skipsvindunni og helt úr þeim á bryggjuna, þá eru aðrir sem moka af bryggjunni upp í pokana, sem karl- arnir bera upp fyrir bryggjuhúsið og hella þar úr þeim. Síðan er kolunum mokað upp í bing, sem er eins

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.