Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 5
Rjettur] RÉTTUR 197 smíðakostnað, meðan hann þaut ofan stigann. Þegar hann kom út, var hún orðin að ódauðlegu minnismerki um hann, höfund og hjálparhellu þessa blásnauða, út- skúfaða sjávarþorps. öryggi hans um tálmunarleysi framgangs þessa máls var svo mikil, að hann gekk rak- leitt upp melinn, til þess að segja Geirmundi gamla, að hann ætlaði að kaupa af honum túnskekilinn og hús- kofann. Komið þér sælir, Geirmundur. Á seinni árum var kaupmaðurinn farinn að þéra alla þorpsbúa, nema prestinn. Það var ofurlítill menningarlækur, sem hann veitti ókeypis á þá. Þeir þéruðu á móti, allir nema Geirmundur, sem aldrei gat lært mannasiði. Sæll, sagði Geirmundur og dró annað augað í pung, það var vani hans þegar hann vildi vera gamansamur. Þú ert léttgengur á brekkuna. Já, sagði kaupmaður en dæsti nokkuð við. Mér lá á að tala við yður. Hann settist á stóran stein á hlaðinu. Viltu ekki heldur koma inn í stáss-stofuna og fá þér kaffisopa? Augað var ennþá í pung. Kaupmaður hristi höfuðið. Nú, þá það, sagði Geirmundur, eins og hann hefði meint það sem hann sagði. Kaupmaður leit á hann og hikaði ögn, síðan sagði hann alvörugefinn: Heyrið þér Geirmundur. Já, ennþá, greip Geirmundur fram í. •Hm. Ég er að hugsa um að kaupa af yður húsið og — lóðina. Kaupmaður beið eftir að sjá hvaða áhrif svona rakleitt áhlaup hefði á Geirmund. Geirmundur seildist ofan í vasa sinn, tók upp tó- baksmola og strauk af honum rykið. Viltu upp í þig? spurði hann og rétti kaupmanni, sem lét sem hann sæi þetta ekki. Geirmundur beit þá í tóbakið og sagði um leið, eins og hálfmóðgaður: Þetta er þó bezta tóbak, það er frá þér, og ekki hefir þú nema góðar vörur. Kaupmaður fann að það var einhver þvermóðska í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.