Réttur - 01.10.1931, Page 5
Rjettur]
RÉTTUR
197
smíðakostnað, meðan hann þaut ofan stigann. Þegar
hann kom út, var hún orðin að ódauðlegu minnismerki
um hann, höfund og hjálparhellu þessa blásnauða, út-
skúfaða sjávarþorps. öryggi hans um tálmunarleysi
framgangs þessa máls var svo mikil, að hann gekk rak-
leitt upp melinn, til þess að segja Geirmundi gamla,
að hann ætlaði að kaupa af honum túnskekilinn og hús-
kofann.
Komið þér sælir, Geirmundur. Á seinni árum var
kaupmaðurinn farinn að þéra alla þorpsbúa, nema
prestinn. Það var ofurlítill menningarlækur, sem hann
veitti ókeypis á þá. Þeir þéruðu á móti, allir nema
Geirmundur, sem aldrei gat lært mannasiði.
Sæll, sagði Geirmundur og dró annað augað í pung,
það var vani hans þegar hann vildi vera gamansamur.
Þú ert léttgengur á brekkuna.
Já, sagði kaupmaður en dæsti nokkuð við. Mér lá á
að tala við yður. Hann settist á stóran stein á hlaðinu.
Viltu ekki heldur koma inn í stáss-stofuna og fá þér
kaffisopa? Augað var ennþá í pung.
Kaupmaður hristi höfuðið.
Nú, þá það, sagði Geirmundur, eins og hann hefði
meint það sem hann sagði.
Kaupmaður leit á hann og hikaði ögn, síðan sagði
hann alvörugefinn: Heyrið þér Geirmundur.
Já, ennþá, greip Geirmundur fram í.
•Hm. Ég er að hugsa um að kaupa af yður húsið og
— lóðina. Kaupmaður beið eftir að sjá hvaða áhrif
svona rakleitt áhlaup hefði á Geirmund.
Geirmundur seildist ofan í vasa sinn, tók upp tó-
baksmola og strauk af honum rykið. Viltu upp í þig?
spurði hann og rétti kaupmanni, sem lét sem hann sæi
þetta ekki. Geirmundur beit þá í tóbakið og sagði um
leið, eins og hálfmóðgaður: Þetta er þó bezta tóbak,
það er frá þér, og ekki hefir þú nema góðar vörur.
Kaupmaður fann að það var einhver þvermóðska í