Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 31
Kjettur] 5-ÁRA ÁÆTLUNIN 223 og síðan skapa nýja, æðri, menningu, sem byggist á samvinnu alls hins vinnandi lýðs. Hið fyrsta skref í þessa átt, er bylting öreiganna, valdanám hins vinnandi lýðs og eignarnám hans á framleiðslutækjum, bönkum og jörðum. S ovjet-Rússland. Verkalýðurinn sigraði fyrst í Rússlandi, ekki þó vegna þess, að þar væri þróun kapitalismans komin á hástig, heldur vegna þess, að þar var veikasti hlekkur kapitalismans. öreigaiýðurinn rússneski tók ekki að erfðum neina borgaralega menningu. Borgarastéttin rússneska var lítill minnihluti yfirstéttarinnar, og henni hafði jafn- vel ekki tekist að ná handa sjálfri sér því menningar- stigi, sem borgarastétt Vesturlanda hafði náð. Menn- ingar- og menntunarleysi alþýðunnar var ægilegt. Zar- stjórnin beitti öllum brögðum til þess að halda henni niðri. Langmesti meirihluti alþýðunnar var hvorki læs né skrifandi, og þeir fáu, sem fengu einhverja skóla- menntun, lærðu ekki mikið. Dálítill samanburður mun sýna þetta: Af 90 miljónum íbúa í Bandaríkjunum gengu 17 miljón börn á skóla. Skólaskyldan var 12 ár, útgjöldin við það nam 120 kr. á barn árlega. f Rúss- landi, sem hafði 160 milj. íbúa, gengu 6 milj. börn á skóla, skólaskyldan var aðeins 3—4 ár og útgjöldin 26 kr. á barn! Þar að auki var lítið annað kennt en kver, biblíusögur og saga keisaraættarinnar! Kennararnir voru flestir uppgjafa liðsforingjar! Á fyrstu árunum eftir byltinguna átti verkalýður- inn fullt í fangi með að berja óvini sína af höndum sér. Úr öllum áttum flóðu gagnbyltingarherirnir yfir land- ið. Þeir eyðilögðu verðmæti fyrir tugi miljarða rúbla og lögðu undir sig öll helztu iðnaðar- og kornfram- leiðsluhéruð Rússlands. Verkalýðurinn varð að beita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.