Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 31

Réttur - 01.10.1931, Side 31
Kjettur] 5-ÁRA ÁÆTLUNIN 223 og síðan skapa nýja, æðri, menningu, sem byggist á samvinnu alls hins vinnandi lýðs. Hið fyrsta skref í þessa átt, er bylting öreiganna, valdanám hins vinnandi lýðs og eignarnám hans á framleiðslutækjum, bönkum og jörðum. S ovjet-Rússland. Verkalýðurinn sigraði fyrst í Rússlandi, ekki þó vegna þess, að þar væri þróun kapitalismans komin á hástig, heldur vegna þess, að þar var veikasti hlekkur kapitalismans. öreigaiýðurinn rússneski tók ekki að erfðum neina borgaralega menningu. Borgarastéttin rússneska var lítill minnihluti yfirstéttarinnar, og henni hafði jafn- vel ekki tekist að ná handa sjálfri sér því menningar- stigi, sem borgarastétt Vesturlanda hafði náð. Menn- ingar- og menntunarleysi alþýðunnar var ægilegt. Zar- stjórnin beitti öllum brögðum til þess að halda henni niðri. Langmesti meirihluti alþýðunnar var hvorki læs né skrifandi, og þeir fáu, sem fengu einhverja skóla- menntun, lærðu ekki mikið. Dálítill samanburður mun sýna þetta: Af 90 miljónum íbúa í Bandaríkjunum gengu 17 miljón börn á skóla. Skólaskyldan var 12 ár, útgjöldin við það nam 120 kr. á barn árlega. f Rúss- landi, sem hafði 160 milj. íbúa, gengu 6 milj. börn á skóla, skólaskyldan var aðeins 3—4 ár og útgjöldin 26 kr. á barn! Þar að auki var lítið annað kennt en kver, biblíusögur og saga keisaraættarinnar! Kennararnir voru flestir uppgjafa liðsforingjar! Á fyrstu árunum eftir byltinguna átti verkalýður- inn fullt í fangi með að berja óvini sína af höndum sér. Úr öllum áttum flóðu gagnbyltingarherirnir yfir land- ið. Þeir eyðilögðu verðmæti fyrir tugi miljarða rúbla og lögðu undir sig öll helztu iðnaðar- og kornfram- leiðsluhéruð Rússlands. Verkalýðurinn varð að beita

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.