Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 1

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 1
Rjettui] RÉTTUR lðS Réttur. i. Sjávarþorp: Taka skal eina matskeið af mold, hella yfir hana nokkrum söltum tárum, hræra saman við einni lúku af öreigum og' sjóða þangað til komin er í það hreppsnefnd, láta þá út í einn sóknarprest (sumir hafa lækni líka, en það er ekki eins nauðsynlegt). Síð- an er glásin látin kólna og settur ofan á hana, til skrauts, kaupmaður með nokkra aura, sem hann á ekki sjálfur, og rétturinn er tilbúinn. Þetta er ódýr matur og fullur af bætiefnum, svo sem þrældómi, fylliríi, barneignum, guðsorði, gleði og sorgum og yfirleitt öllu því, sem er í öðrum mat, þó hann sé fínni og heiti eitt- hvað merkilegra, til dæmis stórborg eða konungsríki. í einu slíku sjávarþorpi átti Geirmundur gamli heima. Hann var hvorki kaupmaður né sóknarprestur, hann var heldur ekki í hreppsnefndinni, hann var bara verkamaður. Geirmundur var einn af frumbýlingum þessa sjávar- þorps. Ungur hafði hann numið þar land á mel einum berum og gróðurlausum, eins og siður er þeirra, sem ekki hafa hæfileika til að lifa öðruvísi en að neyða svarta moldina til þess að láta í té nokkur strá handa tannslæmri kú, svo krakkaangarnir geti fengið mjólk- urdropa í uppvextinum. Sjálfur hafði Geirmundur aldrei smakkað mjólkina úr kúnum sínum. Hann drakk svart kaffi og át beinakex frá kaupmanninum, og svo lifði hann auðvitað á trosi, það gerðu allir í þorpinu nema kaupmaðurinn og kannske presturinn, sem átti heima á staðnum, fyrir innan þorpið. Þar var nóg graslendi og presturinn átti margar kindur og kýr svo hann gat lifað á kjöti og mjólk og rekið fé í kaupstað- inn á haustin til slátrunar. Kjötið af því sendi kaup- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.