Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 1

Réttur - 01.10.1931, Page 1
Rjettui] RÉTTUR lðS Réttur. i. Sjávarþorp: Taka skal eina matskeið af mold, hella yfir hana nokkrum söltum tárum, hræra saman við einni lúku af öreigum og' sjóða þangað til komin er í það hreppsnefnd, láta þá út í einn sóknarprest (sumir hafa lækni líka, en það er ekki eins nauðsynlegt). Síð- an er glásin látin kólna og settur ofan á hana, til skrauts, kaupmaður með nokkra aura, sem hann á ekki sjálfur, og rétturinn er tilbúinn. Þetta er ódýr matur og fullur af bætiefnum, svo sem þrældómi, fylliríi, barneignum, guðsorði, gleði og sorgum og yfirleitt öllu því, sem er í öðrum mat, þó hann sé fínni og heiti eitt- hvað merkilegra, til dæmis stórborg eða konungsríki. í einu slíku sjávarþorpi átti Geirmundur gamli heima. Hann var hvorki kaupmaður né sóknarprestur, hann var heldur ekki í hreppsnefndinni, hann var bara verkamaður. Geirmundur var einn af frumbýlingum þessa sjávar- þorps. Ungur hafði hann numið þar land á mel einum berum og gróðurlausum, eins og siður er þeirra, sem ekki hafa hæfileika til að lifa öðruvísi en að neyða svarta moldina til þess að láta í té nokkur strá handa tannslæmri kú, svo krakkaangarnir geti fengið mjólk- urdropa í uppvextinum. Sjálfur hafði Geirmundur aldrei smakkað mjólkina úr kúnum sínum. Hann drakk svart kaffi og át beinakex frá kaupmanninum, og svo lifði hann auðvitað á trosi, það gerðu allir í þorpinu nema kaupmaðurinn og kannske presturinn, sem átti heima á staðnum, fyrir innan þorpið. Þar var nóg graslendi og presturinn átti margar kindur og kýr svo hann gat lifað á kjöti og mjólk og rekið fé í kaupstað- inn á haustin til slátrunar. Kjötið af því sendi kaup- 13

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.