Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 5

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 5
Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. í meir en tvo áratugi hefur nú kraftur þessara samtaka fyrst og fremst farið í varnarbaráttu fyrir hagsmunum verkalýðs og sjálfstæði þjóð- arinnar. Það hvortveggja þarf vissulega að halda áfram, en lausn þess efnahagslega öng- þveitis, sem þjóðin verður komin í, er viðreisn- in skilur við, krefst sósíalistiskrar hugsunar, sósíalistiskrar ábyrgðartilfinningar gagnvart heill alþýðu og örlögum þióðar. Sá kraftur sósíalistiskrar hugsunar, —- sem bjargaði íslandi 1944 frá því að þjóðin sundr- aðist innbyrðis og bærist á banaspjótum í Sturlungaöld efnahagsmála og lenti síðan sem fátæk, uppgjafa þjóð algerlega undir ameríska járnhælnum, — sá kraftur verður að vakna á ný. Það var sá sami kraftur, — hugsjónakraftur sósíalismans, sem hreif árvökustu verkamenn- ina upp úr vonleysi eymdarástandsins fyrir aldamótin, — varð aflvakinn í áratuga bar- áttu alþýðunnar, — vísaði henni veginn í hörð- ustu stéttabaráttu aldarinnar 1930—42, tryggði henni sigurinn f lífskjarabyltingunni 1942—47 og var grunntónninn í langri og strangri vam- arbaráttu síðan. Og það þarf einnig þann kraft til að sigra nú í stéttastrlðinu framundan — og þá yfirburðatilfinningu, sem honum fylgir, til að tryggja sigur og framkvæmd réttrar, nýrrar stjórnarstefnu. Viturleg og heillavænleg lausn þess vanda- máls að skapa góðan sósíalistiskan flokk upp úr Sósíalistaflokknum og þeim, sem saman standa í Alþýðubandalaginu, er því eigi að- eins mikilvæg vegna framtíðar sósíalismans og verklýðshreyfingarinnar á íslandi. Hún er og hin brýnasta nauðsyn vegna þeirra miklu stéttaátaka sem framundan eru og frumskil- yrði þess að imnt verði að finna og fram- kvæma þá stjórnarstefnu, er bjargað getur al- þýðunni út úr rústum viðreisnarinnar og þjóð- inni frá glötun efnahagslegs sjálfstæðis.* *Það hefði verið auðveldara að reisa við, ef fé góðæranna liefði verið hagnýtt af heiðarleik og fyrir- hyggju. Fjármunamyndun ein 1964 til 1966 var 17,5 milljarðar króna (417 milljónir doilara) og er þá Sósíalistisk nýsköpun víðfeðma en trausts forystuflokks alþýðunnar er því verkefnið — forsenda allra annarra — sem framkvæma þarf nú, þegar Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn hefur í 30 ár unnið ís- lenzkri alþýðu það, sem hann megnaði, og haft á sínum tíma forystu um þá umbyltingu í lífskjörum, sem skipti sköpum fyrir þjóðina. Fyrsta verkefnið út á við, sem fyrir liggur, strax og vinstri armur verklýðshreyfingarinn- ar, — Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubanda- lagið, — hefur komið eigin málum í lag, er sú víðtæka sameining um nýja stjórnarstefnu, sem oft áður hefur verið lýst hér í tímaritinu hverjir þurfi að taka þátt í,* — samfylking al- þýðu og ábyrgra aðila íslenzks atvinnulífs gegn verzlunarvaldinu og óheillapólitík þess og þjónustu við erlent auðvald. ÖRLAGASTUND ALÞÝÐUFLOKKSINS Það mun að líkindum velta á Alþýðuflokkn- um, hvernig fer um þetta örlagamál íslenzks atvinnulífs — og máske þjóðlífs: íhaldið hefur undanfarið ár verið að grafa undan áhrifum Alþýðuflokksins í verklýðs- hreyfingunni. Það hafði notað tímabil kalda stríðsins til þess að komast inn á hann og meir og meir hrifsa til sín forustuna, meðan verið var að reyna að fella sósíalistiska forystu í verklýðssamtökunum. — Sósíalistaflokkurinn beitti sér fyrir því að hætt yrði borgarastyrjöld í verklýðssamtökunum, er gerðu þau að víg- velli stjórnmálaflokkanna. Jafnframt ákváðu ekki talað um allt, sem eytt var í vitleysu af fé, er fór til neyzlu. En ráðstöfun fjár til fjármunamyndun- ar var stjórnlaus. Á árunum 1944—46 hafði þjóðin 300 milljónir króna (tæpar 50 milljónir dollara) til ráðstöfunar til kaupa á framleiðslutækjum og ger- bylti með því grundvelii atvinnulífsins, af því það var skynsamleg yfirstjórn og unnið samkvæmt áætlun. *Sbr. t. d. „Sjálfstjórn íslendinga á efnahagslíf- inu“ 1967. 4. hefti. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.