Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 41

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 41
tengd traustum böndum, eins og hlutverk almanna- tryggingarsjóðanna í sænsku atvinnulífi sanna. Auð- valdsríki, eins og t. d. Bandaríki Norðurameríku, sem hafa af litlu að státa í fyrra atriðinu, hafa heldur ekki þróað það síðara. Það er því réttlætanlegt að álíta, að þessi atriði fylli hvort annað og myndi eitt undir- kerfi, á sama hátt og þvingunar- og stjórnunarþætt- irnir — þótt aðskildir séu — tilheyra sögulega séð ríkisformi ákveðins tímabils. Athugum þá á ný hlutverk rfkisins í valdabyggingu nútíma kapítalisma. Sprengihættuna sem fólst í auknu lýðræði í pólitískri stjórn ríkisins gerði valdastéttin óvirka — eins og þegar hefur verið bent á — með yf- irþyrmandi drottinvaldi sínu í samfélagi borgaranna. En það byggist á efnalegri stjórn á framleiðslugögn- um og þeim ávinningum sem þar af leiðir. Að vissu leyti var þetta sögulegt áræði, og nokkur tími leið unz hin ríkjandi stétt þóttist viss um árangur. Það liðu nokkrir áratugir í Vesturevrópu, áður en sósíaldemó- kratar höfðu endanlega og óumdeilanlega gefið upp á bátinn allar tilhneigingar um að breyta þjóðfélag- inu. En því stigi er nú náð og þróunin hefur leitt af sér æ meiri útþynningu á pólitísku inntaki ríkisvalds- ins í auðvaldsþjóðfélagi, sent smátt og smátt er ekki orðið annað en leyfi til að stjórna status quo (að ó- breyttu ástandi) eins sársaukalaust og hægt er. Að þessu leyti er rétt að segja, að pólitískt mikil- vægi ríkisins í vestri hafi í raun og veru minkað á undanförnum þrem áratugum. — og vaxcmdi hlutverk þess í efnahagslífinu En afleiðing sem úrslitum réð kom díalektískt í kjölfar þessa afskiptaleysis hins pólitíska ríkisvalds. Einmitt af því að svo óvægilega hafði verið rýrt póli- tískt hlutverk þess var áhættulaust að auka hið efna- hagslega hlutverk. Áður hafði vestræn borgarastétt andúð á öllu meiriháttar efnahagsvaldi ríkisins —- taldi það jafngilda þróun í átt til sósíalisma. Hvað mundi gerast ef umbótasinnuð ríkisstjórn sjálfri sér samkvæm fengi ráð yfir umfangsmiklum opinberum rekstri, yfir lánakerfinu og hömlurn á tekjum og verðlagi? Slíkt útlit væri uggvænlegt og gersamlega óaðgengilegt sérhverjum hyggnum kapítalista. Það er ekki fyrr en ejtÍT að sósíaldemókratar höfðu end- anlega lotið og að fullu og öllu gengið á vald kerfinu að hugmyndin um ríkisíhlutun fékk byr undir vængi og reyndist framkvæmanleg. Á undanförnum áratug hafa allar torfærur í þessa átt horfið í flestum þróuðum auðvaldslöndum og margskonar efnahagsafskipti hafa blómgazt: leið- beinandi áætlunargerð (Frakkland), stórar ríkisrekn- ar samsteypur (Ítalía), samríkisstefna í fjármálum (Vesturþýzkaland), skipulagning vinnumarkaðsins (Svíþjóð) og tekjuhaftapólitík (Bretland). Það er full ástæða til að tala um stóraukið efnahagsvald ríkisins, enda er þá rétt að hafa í huga, að díalektísk forsenda fyrir því er skortur ríkisins á pólitísku valdi. Meginástæðan fyrir auknu hlutverki ríkisins í efna- hagslífinu er auðvitað augljós. Það er hægt að orða hana þannig, að vöxtur ríkisfyrirtækja nú á tímum krefjist háþjálfaðs vinnuafls (þar af koma fræðslu- áætlanir innan iðnaðarins og vinnumarkaðspólitík), og langærrar öruggrar efnahagsþenslu til að greiða niður æ þurftarmeiri fjárfestingar. Þetta skapar knýjandi nauðsyn á virkri samhæfingu og íhlutun af hendi ríkisins til að tryggja stöðugar og fyrirsjáan- legar vaxtagreiðslur. Kjarni fyrirbærisins er í raun og veru svar auðvaldsins við óhjákvæmilega hrað- vaxandi félagseðli framleiðsluaflanna. Kapítalismi nú- tímans, velferðarkapítalisminn, er íulltrúi nokkurs konar gerfiþjóðnýtingar á framleiðsluöflunum, það er að segja þjóðnýtingar sem rétt aðeins nægir til að koma í veg fyrir algert ósamræmi milli séreignar- halds og félagsframleiðslu (með öllum þeim ófarn- aði, atvinnuskorti og kyrrstöðu sent því er samfara), en ekki nægjanleg til eigindabreytingar á eðli kerf- isins. Díalektískt sérkenni ferlisins er þannig vaxið, að þessi nýja skipulagning verður í senn eins konar mælikvarði á grundvallarandstæðurnar í hagkerfi þróaðs kapítalisma og kerfinu sjálfu áhrifamikil efling. Það er því bœði rangt að fordæma „ríkiseinokunar- kapítalisma" sem kúgunar- og einræðisþróun er ógni „smælingjanum“, eins og Amendola hefur gert, og að fagna honuni sem framfarafyrirbrigði, sem „for- dyri sósíalismans“, svo að vitnað sé í Lenín (en slitið úr réttu samhengi). Hann táknar í senn all verulega undanlátssemi gagnvart raunverulegri þörf á þjóð- nýtingu og mjög öflugt virki gegn þessum kröfum, með því að efla stöðugleika kapítalismans og hæfni hagkerfisins til að láta að stjórn. Hann er samtímis svar við vaxandi félagseðli framleiðsluaflanna og vörn gegn sósíalískum framleiðsluafstæðum. Tekið saman í fáurn orðum. Á Vesturlöndum hefur veldi kapítalismans tekið á sig mynd gjörtækrar drottnunar yfir samfélagi borgaranna. Þessi drottnun byggist á stjórn á framleiðslugögnum og er nú eink- um og sérstaklega gerð virk með stjórn hans á sant- göngu- og flutningakerfi. Ríkið skipar í einu og öllu annað sæti í pólitískri valdabyggingu kapítalismans 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.