Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 20

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 20
finnsku" UNCTAD og „kenningum doktors Prebisch", til þess þannig að reyna að breiða yfir að það er þjónusta þessarra ríkisstjórna við hagsmuni auðhringa sinna, sem eyðilegg-' ur möguleikana til endurbóta á aðstöðu þróun- arlandanna. Samstarf þróunarlandanna og sósíalistísku ríkjanna var hinsvegar „ljósi punkturinn" í ráðstefnunni. I ályktun þeirri, er gerð var 26. marz, kom samstari þeirra bezt í ljós. Þar á- kváðu þessir aðilar að auka viðskipti sín. Sósialistísku löndin ákváðu að gera samninga til margra ára við þróunarlöndin til þess að festa verðlag og auka viðskipti og laga tolla- kerfi sitt þróunarlöndunum í hag, selja þeim vélar og verkfæri gegn lánum er greiðist með vörum viðkomandi lands, aðstoða þau tækni- lega o. s. frv. Neue Ziiricher Zeitung segir að þróunarlönd- in hafi alla ástæðu til þess að álíta þessa á- lyktun þá mikilvægustu, er gerð var á ráð- stefnunni. Þá var og gerð ályktun um aukningu verzl- unar milli „austurs" og „vesturs". Ef það á að veita þróunarlöndunum raun- verulega hjálp, þarf að herða baráttuna gegn auðdrottnum stóriðjulandanna og vekja al- menningsálitið þar til meðvitundar um vald þess til að knýja fram breytingar í þessum efnum. Auðhringimir þurfa að óttast, að bylt- ingarhættan vaxi í þróunarlöndunum og þeim takist ekki að hindra hana með nýjum Viet- nam-stríðum, — nema þeir gerbreyti um stefnu og verði neyddir til raunverulegrar hjálpar við þróunarlöndin: hækki verð á hráefnum þeim, er þau framleiða, — lækki vexti á lánum og lengi lánstíma o. s. frv. Til þess að ná þessum árangri er m. a. nauðsynlegt aukið samstarf þróunarlandanna annarsvegar og ríkja sósíal- ismans, alþjóða verkalýðsins og kommúnista- hreyfingarinnar hinsvegar. Samtímis versna svo öll lánskjör frá auð- valdsríkjunum, vextir hækka, lán minnka o. s. frv. Þróunarlöndin urðu fyrir miklum vonbrigð- um með ráðstefnuna. „Financial Times" orðaði það svo.: „Mikilvægastur einstakra árangra var sá að „menn gera sér ekki lengur þær tál- vonir, er áður höfðu verið skapaðar, um mögu- leika á árangursríkum viðræðum þróaðra og þróunarlanda um að leysa vandamál hinna síðarnefndu." 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.