Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 51

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 51
Þegar dómstólar Francos dæma verkamenn, svara þúsundirnar með verkföllum og kröfu- göngum. Meira að segja konungssinnuð blöð eins og ABC viðurkenna að þessar kúgunar- ráðstafanir beri ekki árangur. Santiago Carrillo, aðalritari Kommúnista- flokks Spánar, lýsir í nýútkominni bók sinni, „Ný bardagaaðferð gagnvart vandamálum dagsins“, hvernig Francostjórninni bregst nú bogalistin á öllum sviðum og fær smásaman alla upp á móti sér, einnig innan borgarastétt- arinnar. Meira að segja kaþólskir leiðtogar eins og Ruiz Jimenez, forseti Pax Romanasam- takanna og háttsettur hjá Vatikaninu, taka nú afstöðu gegn fasistunum og úrræði þeirra nálg- ast tillögur kommúnista. Baráttan framundan er vissulega hörð, en sigurinn gegn fasismanum nálgast. INDÓNESÍA Eftir hið ægilega blóðbað, sem herforingja- klíkan í Indónesíu skipulagði í októberbyrjun 1965, er um hálf milljón manna, kvenna og barna var myrt, eru fangelsin í Indónesíu full af æskumönnum, verkamönnum, bændum og öðrum, sem taldir eru til kommúnista. Flest fangelsin eru í Achin, Norður-Súmötru, Mið- og Austur-Jövu og á smærri Sundaeyjum: Balí, Flores og Timor. Engar rannsóknir fara fram. Fangar eru „leystir" úr varðhaldi að næturþeli og finnast látnir í ám nokkru síðar. Á Mið-Jövu er hafð- ur sá háttur á að kasta líkömum myrtra fanga í djúpa pytti eða í Suloána. í Malang var með- limum kennarasambandsins „sleppt“ úr varð- haldi, síðan voru þeir hálshöggnir og líkin breidd meðfram vegunum. í strandhéruðum Austur-Jövu er hafður sá háttur að flytja heila híla af föngum fram að klettum og fleygja þeim þaðan í sjóinn. Þúsundir fjölskyldna fá engar fréttir af sín- um nánustu, sem myrtir eru með ýmsu því móti, er hér er lýst. í fangelsum Djakarta eru fangarnir sveltir, svo að dánartala þar er ægilega há. Læknis- hjálp er engin. Pyntingar eru algengar og í miðaldastíl: Fangarnir eru látnir vera í köldu vatni, píndir til að éta blöð úr marxiskum bókum. Nauðganir kvenfanga eru tíðar. Yfirvöld Indónesíu reyna að dylja hvaða hryllingsmeðferð þarna er beitt. En heimur- inn þarf að fá að vita það. (Heimild: World Marxist Review, grein eftir Sudono, rituð í Djakarta í janúar 1968). W allenberg-ættin Wallenbergararnir eru auðugustu fjármála- jöfrar Svía. Fjármagn þeirra er þre- til fjór- falt á við þann er næstríkastur er þeim. Eign- ir þeirra eru um 1,6 milljarðar sænskra króna. En vald þeirra er enn meira en eignunum sam- svarar. Þeir ráða hinum þekktu fyrirtækjum S K F (kúlulegur), A S E A (raftæki), S A A B (bílar og flugvélar), Scania Vabis, Alfa Laval o. fl. o. fl. Marcus Wallenberg, höfðingi ættarinnar, er í stjórn 60 hlutafélaga. Raunverulega eiga þeir Wallenbergararnir 8 af 10 stærstu einkafyrir- tækjum Svíþjóðar. Alls vinna í öllum fyrir- tækjum þeirra um 300.000 manns, m. ö. orðum eiga um 1 milljón manna atvinnu sína undir þeim. Grundvöllur valds þeirra er Stockholms Enskilda Bank. Með samtengingu banka og at- vinnutækja er gífurlegt áhrifavald komið á fáar hendur einnar ættar. Og þeir auðmenn, sem næstir Wallenbergurunum eru, hafa einn- ig mikið vald í efnahagslífi Svíþjóðar (Bonn- ier, Wehtje, Broström o. fl.). C. H. Hermansson, leiðtogi sænskra komm- únista, hefur í bókum sínum: „Monopol og Storfinans“ og „Koncentration og storföretag“ rannsakað vald sænskra auðmanna. Áke Ostmark hefur í bók sinni „Maktspelet i Sverige“ tekið yfirdrottnun Wallenberg- ættarinnar sérstaklega fyrir. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.