Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 18
Framþróun kapítalismans er íólgin í því, að ný og ný svið hinnar félagslegu tilveru manns- ins eru virkjuð í þágu kapítalískra lögmála; þetta krefst af hálfu andstæðinga hans sam- svarandi fjölbreytni í baráttuaðferðum og heildarsýnar í þeim markmiðum, sem þeir setja sér. 2. Háþróað kapítalískt þjóðfélag er síður en svo ónæmt fyrir djúptækum þjóðfélags- kreppum, sem fletta ofan af öllum mótsögnum þess, en áhrif þeirra l>yggjasl nú síður en áður á sjálfkrafa keðjuverkan og meira á viöbragðs- hæfni þeirra þjóðfélagsafla, sem við eigast; horgarastéttin hefur nú yfir að ráða miklu margþættari og áhrifameiri tækjum til að sigrast á slíkum kreppum, og því er það um leið meira komið undir pólitískri stjórnlist verkalýðshreyfingarinnar og þeirri valdaað- stöðu, sem henni hefur áður heppnazt að ná, hvernig henni tekst að nota sér slíkt ástand. Hér er ekki ráðrúm til að fjalla nánar um þau sögulegu tíðindi, sem gerzt liafa í Frakklandi að undanförnu, en í fljótu bragði virðast þau gott dæmi um þetta. 3. Nauðsynlegir tengiliðir inilli hinnar dag- legu pólitísku baráttu og þjóðfélagsbyltingar- innar hljóta við núverandi aðstæöur að verða miklu fleiri og margvíslegri en áður var gert ráð fyrir. Við þær kröfur, sem ætlað var að vera beinn undanfari og aflvaki byltingar- átaka, bætast nú aðrar, sem miða að því að breyta valdahlutföllunum í þjóðfélaginu og ryðja brautina sjónarmiðum, sem í eðli sínu eru andstæð hinum kapítalísku lögmálum. 4. Einangrun sósíalismans í einu landi eða ákveðnum heimshluta þýðir um leið óhjá- kvæmilega takmörkun á sögulegum möguleik- um hans, en nánari þýðing þessa er mismun- andi eftir þróunarstigi viðkomandi lands og aðstöðu þess á alþjóðavettvangi. Lögmál „ó- jafnrar þróunar“, sem leitt hefur til sigurs byltingarinnar í einstökum löndum samtímis því, að rikjandi þjóöskipulag festi sig í sessi í öðrum, er ekki aðeins í fullu gildi, heldur hefur því bætzt ný vídd: með vaxandi skipu- lagningu kapítalismans er borgarastéttinni 88 orðið hægra um hönd að draga ákveðna lær- dóma af sigri byltingarinnar í öðrum löndum og staðfesta þá með tilheyrandi ráðstöfunum. Um fyrirsjáanlega framtíð getur sósíalisminn aðeins sigrað í einstökum löndum, þar sem skapazt hafa forsendur fyrir byltingu; nauð- synlegt er að gera sér grein fyrirhvorutveggja, sögulegri nauðsyn þessa athafnasviðs og ó- hjákvæmilegum takmörkunum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.