Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 44
yfirdrottnun auðvaldsins er svo örugg í sessi að rík- isvélin — lokavopnið — virðist algerlega óþarft, raeira að segja vélarhlutarnir — herforingjar, lög- regla og opinberir embættismenn — hafa svo litla hugmynd um hvað meiriháttar þjóðfélagskreppa þýð- ir, að þeir gera sér ekki sjálfir nokkra grein fyrir, hvaða þjóðfélagshlutverk hlýtur að bíða þeirra í slíku ástandi. En við megum ekki vera í neinum efa um stéttareðli þeirra. (85% af foringjum í her og loft- flota Svíþjóðar greiða atkvæði flokkunum lengst til hægri.) Ríki heimsvaldasteínunnar Ilér þarf að gera nokkrar frekari athuganir sem frestað hefur verið af hagkvæmniástæðum. Borgaralega ríkið á Vesturlöndum varð ekki aðeins til sem innri sameining efnahagslegra gerenda, sem umgjörð um markaðinn. Það varð einnig og sérstak- lega til sem varnarvirki ríkjandi stétta þjóðfélagsins útávið gegn erlendum keppinautum. Myndun ríkisins á Vesturlöndum var frá upphafi milliþjóða fyrir- hrigði. Litið var á það sem hernaðarlegt varnar- og árásarkerfi, og í því hlutverki kom það jafnframt fram sem greinilegt kúgunar- og ofbeldistæki. Á 20. öld hefur ríkið getað litið út í augum almennings sem friðsamleg og samstillt stofnun, en það hefur alla tíð haldið áfram upprunalegu hlutverki sínu sem tæki valdbeitingar og kúgunar útávið í þágu imperí- alismans. Félagar okkar i nýlendunum hafa ávallt fundið fyrir og þekkt sannleikann um brezka ríkið, og íhúar Adens skilja hann um þessar mundir betur en Englendingar. Sérstakt hlutverk ríkisins útávið er ennfremur hægt að skoða frá þremur sjónarmiðum. Það hefur haft stórkostleg áhrif í þá veru að skapa hugmyndafræði- lega blekkingu í iíkingu við þingræðið — með liðs- útboði arðrændra stétta gegn erlendum óvinum. Á þessari öld hefur þjóðernisstefna leikið enn 6tærra hlutverk í hugmyndafræðinni en borgaralegt lýðræði. I öðru lagi verður að hafa í huga, að afdrifaríkar kreppur í borgaralegu ríki nútímans, kreppur sem hafa leitt af sér byltingarástand eða raunverulegar byltingar, eiga sér að jafnaði kveikjuþráð erlendis — það er að segja á þeirri stundu, þegar kúgunar- tæki rikisins hafa verið gerð óvirk og sigruð af utan- aðkomandi styrjöldum. Parísarkommúnan, rússneska byltingin og sú kínverska áttu sér m. a. stað vegna undangenginna styrjalda. I þriðja lagi er kúgunarhlutverk ríkisins á Vestur- löndum þétt samofið hlutdeild þess á alþjóðavett- 114 vangi. Atlantshafsbandalagið starfar sem viðvörunar herbumbukerfi til innanríkis lögregluaðgerða, og á þann hátt stjórnar öflugasta veldi heimsvaldastefn- unnar einstökum horgaralegum ríkjum, eflir þau og tryggir öryggi þeirra. Stjórnarbyltingin í Grikklandi 1967 var aðeins framkvæmd á áður gerðri áætlun Atlantshafsbandalagsins, svokallaðri Operation Damo- cles. Di Lorenzo atburðirnir á Ítalíu afhjúpuðu til- veru þessa alþjóðlega hættumerkja- og herbumbu- kerfis þar, aðvörunarkerfis sem safnar her og lög- reglukerfi einnar þjóðar undir heildarstjórn hins imperíalíska stórveldis. Ríkið sem tæki valdbeiting- ar og kúgunar lifir varanlega á þessu sviði. Hvorki — né Niðurstaðan af þessari sundurgreiningu er, að bylt- ingarsinnaður sósíalistaflokkur má aldrei láta blekkj- ast til að trúa, hvorki að valdið sé aðallega eða fyrst og fremst hjá ríkinu og verði þess vegna að miða baráttuaðgerðir við það, né að hægt sé að sniðganga ríkið sem aðila í hinum þjóðfélagslegu lokaátökum. Við getum tekið hér saman í stuttu máli þær rök- semdir sem við höfum útlistað: 1. Það er rétt, að stjórnlist sósíalískrar baráttu á Vesturlöndum mun ekki laga sig eftir fyrirmynd bolsévíka — þ. e. a. s. leggja undir sig ríkisvaldið milliliðalaust með valdbeitingu. Forsenda þess yrði að vera sú, að valdið væri fyrst og fremst hjá ríkinu. 2. En það er rangt að halda fram „þingræðisleið- inni“. Ástæðan er hin sama. Á þessu stigi er valdið ekki í höndum þingræðisríkis, heldur í samfélagi borgaranna. 3. Það er rangt að tala um „friðsamlega leið“ til sósíalismans við venjulegar aðstæður. Um leið og auðvaldið bíður lægri hlut í miðstöðvum sínum — samfélagi borgaranna — mun það færa yfirráð sín yfir í ríkisvélina. Þannig eru aðstæður lokaleiksins. Það virðist eng- um vafa undirorpið, að hann mun hafa einhverja valdbeitingu í för með sér. En valdbeitingin fer eftir viðnámsþrótti borgarasléttarinnar. Það er ekki liægl að hera hana saman við þá almennu beitingu vopna- valds og kúgunar í horgaralegum ríkjum þar sem valdabyggingin er reist á einræði, eins og var í Austurevrópu fyrrum og er nú í hinum svokallaða þriðja heimi. Og að lokum: Höfuðvandamál sósíalískrar bylting- ar á Vesturlöndum er ekki ríkisvald kapítalismans, en það verður síðasta torfæran sem þarf að yfirstiga. Lauslega þýtt úr tímaritinu Zenit, 1. h. 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.