Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 27

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 27
kemur í hlut yfirstjórnarinnar að taka af skar- ið og marka stefnu er færi samsteypunni sem heild hámarksgróða. Til að þjóna þessu tak- marki er tvennt sem allir aðilar samsteypunn- ar hafa ótvíræðan hag af og keppa að: 1) að sem flestar þjóðir heims ljái þeim frelsi til athafna; 2) að lög þessara þjóða og stofnanir leggi sem minnst höft á umsvif kapítalískra fyrirtækja og ráðstöfunarrétt þeirra á gróð- anum. Af þessu leiðir að hinar risavöxnu sam- steypur eru ekki aðeins andsnúnar byltingum eins og á Kúbu, heldur og ríkiskapítalisma sem kynni að hefta athafnafrelsi þeirra og áskilja innlendri borgarstétt afnotarétt af auð- lindum landsins.1 Þetta kemur m. a. berlega fram í ársskýrslu Standard Oil sem áður var vitnað til: „Nauðsynlegt er að menn gefi bet- ur gaum að þýðingu einkafjárfestingar fyrir efnahagslegar framfarir. Ymsar ríkisstjórnir hafa hneigzt til þess að koma á Iaggirnar rík- isfyrirtækjum, annaðhvort með þátttöku rík- isins eða með þjóðnýtingu gróinna einkafyrir- tækja. En hag þessara þjóða mun hezt borgið með því að hlúa að félögum sem grundvallast á meginreglum hins frjálsa framtaks er hefur reynzt efnahag margra annarra landa einstök lyftistöng ...“ „Þá stefnu sem þessir auðhringar ætlast til að ríkisstjórn Bandaríkjanna fylgi, má orða svo í einni setningu: skapið heim í þágu Standard Oil („make a world safe for St. 0.“). A máli handarískrar hugmyndafræði héti það að henni bæri að vernda „hinn frjálsa heim“ og færa mörk hans út hvar og hvenær sem færi gefst. Það er engin hending að þetta hef- ur verið yfirlýst stefna bandarískra ríkis- stjórna síðan Trumankenningin var sett fram árið 1947. Idin neikvæða hlið þessarar stefnu er andkommúnisminn sem kallað hefur á upp- byggingu og viðhald hinnar hrikalegu hern- aðarmaskínu. Öll hin meiri háltar átök sem 1 Þetta þýðir vitanlega ekki að þær amist við því að erlendar ríkisstjórnir beiti sér fyrir opinberum íramkvæmdum, á sviði vega- og hafnargerða, heilsu- gæzlu og menntunar, sem eru „óarðbærar“. eiga sér stað í heiminum á vorum dögurn, má rekja til þessarar eftirsóknar auðhringanna í „maximum Lebensraum1. (Baran and Swee- zy). Þessari fullkomnu hagsmunaeiningu sem tengir þannig saman auðhringa Bandarikjanna og ríkisstjórn þeirra er vel lýst af einum frarn- kvæmdastjóra General Eleclric með þessum orðum: „A þennan hátt leiðir eftirsóknin eftir gróða okkur inn á sömu braut og stefna rikis- stjórnarinnar fylgir, en hún leitast við að efla millilandaverzlun til þess að styrkja hinn frjálsa heim í kalda stríðinu gegn kommún- ismanum“. Betur gat framkvæmdastjórinn varla undirstrikað það sem þessari grein var ætlað að sýna fram á. Lojtur Guttormsson. Heimildir: H. Magdofí: Economic aspects of the U.S. imperial- ism, Monthly Review, nóv. 1966. P. B. Baran and Sweezy: Notes on the theory of imperialism, Monthly Review, apríl 1966. P. B. Baran and Sweezy: Monopoly Capilal. MRP, New York, ’66. Fred J. Cook: The Warfare State, Jonathan Cape, London ’63. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.