Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 50

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 50
Dammam án réttarhalda. Svo er og í fangels- unum í Jidda, Riyadh og fleiri borgum. Það eru olíuhringarnir, sem standa á hak við Feisal og heimta að sífellt sé hert á kúg- uninni. Innflutningur flestallra bóka og blaða er bannaður, nema trúarlegra bókmennta og rita gegn kommúnismanum. Feisal hefur gert „gagnkvæman öryggis- samning“ við Bandaríkin, þar sem þau fá rétt og vald til að vernda hagsmuni sína. Austur- hluti landsins er raunverulega á valdi njósnara og liðsforingja Bandarikjahers, — „ráðleggj- enda“. — Stundum reynir einveldisstjórnin að bregða yfir sig einskonar „framfaragrímu“, en það er aðeins bragð til að dylja kúgunina. Þrátt fyrir allar ofsóknir vex andstaða al- þýðu. Á síðasta ári gerðu verkamenn verk- föll í Dhahran, Ras at Tannura og í Bakhik. Og í borgunum Ríyadh, Medina, Jidda og Katif var farið í kröfugöngur gegn heims- valdasinnum. Fólkið er að vakna og það þarf að finna samúð heimsins í baráttu sinni gegn einveldi og útlendri kúgun. TÚNIS Harðvitugar ofsóknir fara nú fram gegn þeim öflum, er berjast fyrir framförum og frelsi, einkum stúdentum og menntamönnum. Eru 34 þeirra fyrir dómstólum nú og hafa verið pyntaðir í fangelsunum. Meðal þeirra er einn af forystumönnum Kommúnistaflokks- ins í Túnis, Abdel Hamid Ben Mustafa. Átyllu til ofsóknanna voru mótmælagöngur stúdenta, vegna þess að félagi þeirra, Ben Jen- net, var dæmdur í 20 ára þrælkunarvinnu. En hann hafði tekið þátt í andamerískum kröfu- göngum 5. júní 1967. Stúdentar við háskólann í Túnis gerðu þriggja daga verkfall til að mót- mæla ofsóknunum. Kommúnistar og stúdentar herða nú bar- áttuna gegn afturhaldsstjórninni í Túnis og ofsóknum hennar. GUATEMALA Sífellt versna aðferðir leppstjórnar Banda- ríkjaauðvaldsins í Guatemala. Pyntingum og morðum gegn pólitískum andstæðingum er beitt í æ ríkara mæli. 1 janúar var Rogelia Cruz, sem nýlega hafði unniÖ í fegurðarsamkeppni þjóðarinnar sem fegursta kona Guatemala, handtekin af lög- reglunni fyrir hyltingarstarfsemi. Hún fannst dáin nokkru síÖar og hafði greinilega verið beitt ægilegum pyntingum. í febrúar myrti lögreglan fjóra menn við húsrannsókn að næturlagi. Tveir þeirra voru í miðstjórn hins kommúnistíska Verkamanna- flokks Guatemala. Höfðu mennirnir verið kvaldir, brenndir á brjósti og andliti, hand- leggir brotnir, tunga skorin úr munni o. s. frv. Fjöldi annarra baráttumanna hefur verið myrtur af afturhaldinu, meðal annars alls 9 menn úr miðstjórn Verkamannaflokksins. Mik- ill fjöldi situr í fangelsi. Ríkisstjórn Guatemala er ein grimmasta aft- urhaldsstjórn rómönsku Ameríku. Og svo kvað vera unnið að því að fá utanríkisráÖherra hennar, Catelán, kosinn forseta þings Samein- uðu þjóðanna næst, — á ári mannréttindanna! SPÁNN Eftir lækkun sterlingspundsins í nóvember 1967, neyddist Franco-stjórnin til þess að fella mynt Spánar, pesetann. En tveim dögum áður hafði Franco lýst fyrir þing-nefnunni hve glæsilegt efnahagsástand landsins væri (eins og íhaldið gerði hér fyrir kosningar!). Nú talar hinsvegar enginn lengur um „spánska undrið“. Verkamenn hefja nú verk- föll, er þeim er sagt að herða mittisólina. Verk- föll breiðast út um allt landið, jafnt til kola- námanna í Asturiu sem bíla- og rafeindaiðn- aðarins og fleiri iðngreina. Lýðræðishreyfingin vex svo ört meöal stúd- enta að háskólarnir eru orðnir miðstöðvar hennar. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.