Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 26

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 26
aj fjárfeslingu erlendis var iðulega miklu hœrri en í Bandaríkjunum . . . Þessar aðstæöur ýttu undir þróun fjölþjóðasamsteypanna.'41 A árabilinu 1946—61 jókst hin beina fjár- festing bandarískra samsteypa erlendis úr 7,2 milljöröum í 34,7 milljarða dala,1 2 þ. e. um 27,5 milljarða, en á sanui tíma nam innflutn- ingur auðmagns til Bandaríkjanna (gróði af þessari fjárfestingu) 9,5 milljörðwm meira en útflutningurinn. Sé miðað við þróunarlöndin ein, kemur í Ijós að þaðan jlultu bandarískar samsteypur inn þrisvar sinnum meira fjár- magn cn þær fluttu þangað út til fjárfestingar á tímabilinu 1950—65.3 I þessum tölum birt- ist arðránseðli imperíalismans í skýrri mynd. Erlend fjárjesting, sem íslenzka viðreisnar- stjórnin kallar allra meina bót, er mikilvirk- asta tœkið sem einokunarhringirnir eiga völ á til að fœra auðinn frá fálœku löndunum til hinna ríku.4 Sú undantekning sem Standard Oil var enn fyrir tveimur áratugum í hópi bandarískra auðhringa, er nú á góðri leið með að verða regla. Allir hinir voldugustu hafa þróazt í fjöl- þjóðasamsteypur. Þessi þróun hefur ekki hvað sízt beinzt að tæknivæddustu geirum efnahags- lífsins í V-Evrópu. General Molors framleiðir bíla fyrir hinn ört vaxandi Evrópumarkað, ekki í Detroit, heldur í Englandi og V-Þýzka- 1 Business Week. 2 Skv. U. S. Survey of Current Business, ágúst 1962. 3 „Kapítalflóttinn" frá Rómönsku Ameríku þar sem Bandaríkin hafa fest um fjórðung af heildarfjárfest- ingu erlendis, nam á þessu tímabili hvorki meira né minna en 14 milljörðum dala. 4 Það er því einber goðsögn að Bandaríkin miðli öðrum af auði sínum. Einn þáttur þeirrar mýtu er sá að Bandaríkin flytji út hugvit og atorku. Sannleikur- inn er sá að auður þeirra sogar til sín hugvits- og vísindamenn annarra þjóða, svo tugþúsundum skiptir. Menn hafa getið sér til að „brain export" frá fátæku löndunum til Bandaríkjanna sé meira virði en öll efnahagshjálpin sem þau njóta. Talið er að um 100.000 vísindamenn erlendir hafi setzt að fyrir vest- an haf. í dag starfa þar fleiri indverskir vísindamenn en föðurland þeirra hefur á að skipa. 96 landi. Samsteypan flytur meira út til þróunar- landanna frá evrópskum dótturfélögum sínum en vestan um haf. Og af heildarinnflutningi vara til Bandaríkjanna kom nálega fjórðung- ur frá dótturfélögum bandarískra samsteypa erlendis. Eitt hið örlagaríkasta við þessa þróun er það hve bandarískur kapítalismi licfur náð miklu tangarhaldi, í öllum iðnvœddum rikjum, á þeim sviðum sem eru í jararbroddi tœkni- vœðingarinnar, s. s. kjarna-, eleklrónískum- og eldflaugaiðnaði. Sú tíð er liðin að Bandaríkin leyfðu ríkjum V-Evrópu frjáls afnot af patent- um sínum og tækniuppfinningum. Þvert á móti færa samsteypur þeirra sér nú í nyt tækni- yfirburðina til þess að sveigja efnahagslíf annarra auðvaldsríkja undir dótturfélög sín. Þessi ríki mega því horfast í augu við þann vanda að þau kunni fyrr en varir að missa úr höndum sér stjórn þeirra greina sent verða lykillinn að efnahagsframvindu framtíðarinn- ar. Svo sem kunnugt er hafa Bandaríkin náð þessari lykilaðstöðu í krafti þess að banda- menn þeirra hafa viðurkennt dollarann sem alþjóðagjaldmiðil, til jafns við gull. Dollarinn hefur verið sá Trojuliestur sem gerði Banda- ríkjunum kleifl að hrifsa undir sig hvert fyrir- tœkið á fœlur öðru um allan hinn kapítalíska lieim. Þessi lævíslega stefna hefur nú reyndar leitt til slíkrar skuldasöfnunar1 og greiðslu- halla að gengi sjálfs dollarans riðar til falls. Hin fullkomna hagsmunaeininq Vegna víðfeðmi sinnar og fjölbreytileika í framleiðslu togast ýmsar hagsmunaandstæður á innan fjölþjóðasamsteypunnar — þessarar grundvallareiningar bandarísks imperíalistna. Þær kunna að varða tollamál, mismunandi hagstæða staðselningu fyrirtækja eftir lönd- um, verðlagningu o. s. frv. En í hverju tilviki 1 Á þennan hátt hafa Bandaríkin kostað efnahags- útþenslu sína með því einfaldlega að láta prenta doli- araseðla sem aðrar þjóðir hafa viðnrkennt sem trygg- ingu fyrir sinni eigin mynt, jafnhliða gulli. Skuldin sem Bandaríkin hafa þannig safnað síðan 1945, nem- ur ca. 30 milljörðum dala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.