Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 49

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 49
fornum velskum hætti. Og báðir heimta sjálf- stæðar áætlanir fyrir þjóðarbúskap landanna og sjálfstjórn þeirra á efnahagssviðum í eigin þágu. — En sérstaklega er eftirtektarvert að öllum þessum efnahagslegu kröfum fylgir and- leg og menningarleg, — þjóðleg — reisn hinna keltnesku ibúa. KOMMÚNISTAR OFSÓTTIR Af um 80 kommúnistaflokkum heims verða um fjörutíu að starfa í banni laganna og sœta ofsóknum og ógnarstjórn. Valdhafar Grikklands, Spánar, Portúgal, Paraguay, Argentínu, Haiti, Suður-Afríku o. fl. gera ofsóknir gegn kommúnistum að aðal- atriði í stjórnarstefnu sinni. Gríska herfor- ingjaklíkan framdi valdrán sitt eftir beztu bandarísku fyrirmynd úr „bananalýðveldun- um“ og beitti síðan öllum kúgunartækjum sínum gegn kommúnistunum, beztu sonum Grikklands. Blóðbaðið í Indónesíu stendur enn fyrir hugskotssjónum heimsins sem eitt hryllilegasta níðingsverk allra alda. En einnig í fleiri löndum þar sem kommún- istar hafa staðið í fylkingarbrjósti í frelsis- baráttu þeirra, sæta þeir nú ofsóknum. Svo er um Algier — og hefur „l’Humanite“, blað franska Kommúnistaflokksins nýlega skrifað um ofsóknir þar. Og samt þykjast leiðtogarnir í Alsír vilja skapa flokk, sem „sameini virka og sannfærða baráttumenn, sem trúi á sósíal- isma“. En ef slíkir valdhafar ofsækja komm- únistana, þá eru þeir að gefa afturhaldsöflun- um byr undir báða vængi og brjóta niður til- trú verkalýðsins til þeirra. Mótmælunum gegn ofsóknum á hendur kommúnistum og öðrum lýðræðissinnum fjölgar nú mjög um heim allan. Kommúnistaofsóknir byrjuðu snemma: Karl Marx handtekinn í Brússel 1848. SAUDI-ARABÍA Faisal konungur er einvaldur í Saudi-Ara- bíu, ríkasta Arabalandinu. Þjóðin er svift öllu frelsi og mannréttindum. Engin stjórnarskrá til. Föðurlandsvinir og lýðræðissinnar heyja þar erfiða baráttu. Þeir berjast fyrir frelsi landsins og brottrekstri afturhalds- og heims- valdasinna, lýðræðisstjórn, mannréttindum, jöfnuði í eignum, velferð fólksins og framför- um í þjóðfélaginu. Öllum kúgunartækjum ríkisvaldsins, leyni- lögreglu og her, fangelsunum og aftökum, er beitt gegn frelsissinnum. Frá í júní til des- ember 1967 var 967 þjóðfrelsissinnum varpað í fangelsi. Alls eru 30.000 pólitískir fangar í dýflissum einveldisstjórnarinnar, margir und- irorpnir pyntingum. í fjögur ár hefur 25 föð- urlandsvinum verið haldið í dýflissunni í 119 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.