Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 49

Réttur - 01.04.1968, Page 49
fornum velskum hætti. Og báðir heimta sjálf- stæðar áætlanir fyrir þjóðarbúskap landanna og sjálfstjórn þeirra á efnahagssviðum í eigin þágu. — En sérstaklega er eftirtektarvert að öllum þessum efnahagslegu kröfum fylgir and- leg og menningarleg, — þjóðleg — reisn hinna keltnesku ibúa. KOMMÚNISTAR OFSÓTTIR Af um 80 kommúnistaflokkum heims verða um fjörutíu að starfa í banni laganna og sœta ofsóknum og ógnarstjórn. Valdhafar Grikklands, Spánar, Portúgal, Paraguay, Argentínu, Haiti, Suður-Afríku o. fl. gera ofsóknir gegn kommúnistum að aðal- atriði í stjórnarstefnu sinni. Gríska herfor- ingjaklíkan framdi valdrán sitt eftir beztu bandarísku fyrirmynd úr „bananalýðveldun- um“ og beitti síðan öllum kúgunartækjum sínum gegn kommúnistunum, beztu sonum Grikklands. Blóðbaðið í Indónesíu stendur enn fyrir hugskotssjónum heimsins sem eitt hryllilegasta níðingsverk allra alda. En einnig í fleiri löndum þar sem kommún- istar hafa staðið í fylkingarbrjósti í frelsis- baráttu þeirra, sæta þeir nú ofsóknum. Svo er um Algier — og hefur „l’Humanite“, blað franska Kommúnistaflokksins nýlega skrifað um ofsóknir þar. Og samt þykjast leiðtogarnir í Alsír vilja skapa flokk, sem „sameini virka og sannfærða baráttumenn, sem trúi á sósíal- isma“. En ef slíkir valdhafar ofsækja komm- únistana, þá eru þeir að gefa afturhaldsöflun- um byr undir báða vængi og brjóta niður til- trú verkalýðsins til þeirra. Mótmælunum gegn ofsóknum á hendur kommúnistum og öðrum lýðræðissinnum fjölgar nú mjög um heim allan. Kommúnistaofsóknir byrjuðu snemma: Karl Marx handtekinn í Brússel 1848. SAUDI-ARABÍA Faisal konungur er einvaldur í Saudi-Ara- bíu, ríkasta Arabalandinu. Þjóðin er svift öllu frelsi og mannréttindum. Engin stjórnarskrá til. Föðurlandsvinir og lýðræðissinnar heyja þar erfiða baráttu. Þeir berjast fyrir frelsi landsins og brottrekstri afturhalds- og heims- valdasinna, lýðræðisstjórn, mannréttindum, jöfnuði í eignum, velferð fólksins og framför- um í þjóðfélaginu. Öllum kúgunartækjum ríkisvaldsins, leyni- lögreglu og her, fangelsunum og aftökum, er beitt gegn frelsissinnum. Frá í júní til des- ember 1967 var 967 þjóðfrelsissinnum varpað í fangelsi. Alls eru 30.000 pólitískir fangar í dýflissum einveldisstjórnarinnar, margir und- irorpnir pyntingum. í fjögur ár hefur 25 föð- urlandsvinum verið haldið í dýflissunni í 119 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.