Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 9

Réttur - 01.04.1968, Side 9
Kort þetta er gert samkv. skýrslu um hungrið í Bandaríkjunum. 280 af 3100 héruðum Bandaríkj- anna eru hættuleg hungursvæði. Þar er barnadauðinn 15 af 1000; 40% íbúanna búa við algera fátækt, og minna en 25% fá styrki eða mat frá ríkinu. 1033 önnur héruð sem ekki eru skyggð á kortinu hafa einnig hungurvandamál við að glíma. að vinna 60 stundir á viku til þess að fá 15 dollara. Negrar, Puerto-Rico-menn o. fl., sem úlund- an eru hafðir, eru fimmtungur verklýðsstéttar- innar. Meðal fjölskyldutekjur slíkra verka- manna voru 1965 aðeins 55% af því, sem hvít- ar fjölskyldur höfðu. Fátæktin í skýrslu forsetans var viðurkennt að 32,7 milljónir manna búi við fátækt í Bandaríkj- unum. Var þá reiknað með að fjögra manna fjölskylda, sem hefði undir 3200 dollara árs- tekjum væri fátæk. En einnig þeir, sem meiri tekjur hafa, búa við skort. Negrarnir verða hér sem víðar harðast úti. Samkvæmt stjórnarskýrslum bjuggu í marz 1966 í „eymdarsvæðum“ stórborganna 56,7% negra, en aðeins 10,4% hvítra manna. Það er mikið talað um „herferð gegn fá- tæktinni“. En af því litla fé, sem varið er til slíks „herkostnaðar“ fer t. d. í New York mik- ill hluti í að greiða auðugum húseigendum húsaleigu fyrir heilsuspillandi bæli, sem þeir leigja út í eymdarhverfunum. Þorri fátæklinga fær ekkert. Ein milljón manna í Mississippi-ríki, af 2,3 milljónum íbúa, býr við árstekjur undir fá- tæktarmarkinu. En aðeins 200.000 fengu að- stoð, flestir litla. Nefnd, sem kosin var af öldungaráðinu, til að rannsaka ástandið í Mississippi, segir í skýrslu sinni: „í Mississippi-eyjaklasa er því- líkur fæðuskortur og hungursneyð til, að við álítum ástandið beinlínis skelfilegt ... Mörg börn geta ekki sótt skóla, af því þau eiga enga skó, maginn er uppblásinn og sár á vörum og fleiri tákn fæðuskorts.“ Svipaðar frásagnir eru frá öðrum svæðum. Það væri hægðarleikur fyrir hin auðugu Bandaríki að útrýma fátæktinni. Robert Kenn- edy öldungadeildarmaður sagði: „í öllu land- 79

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.