Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 6

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 6
sósíalisiar að reyna til hins ýtrasta að nó sam- starfi við verkalýð Alþýðuilokksins — og á ýmsum sviðum báru þær tilraunir árangur, eins og samstaða í ýmsum vinnudeilum síð- ustu ára og samfylking 1. maí í Reykjavík hefur borið vott um. Oft hefur þessi samstaða leitt til andstöðu verklýðssinna Alþýðuflokks- ins við ranga stjórnarstefnu, sem íhaldið hafði fengið pólitíska valdamenn Alþýðuflokksins til að fallast á (t. d. lögin um afnám vísitölu- greiðslu á kaup). Hinsvegar hefur þess orðið vart í óhugnan- lega ríkum mæli, að ýmsir verklýðssinnar Al- þýðuflokksins séu að gefast upp fyrir ágangi íhaldsins í þeim verklýðsfélögum, sem þeir hafa stjórnað saman, og afhenda íhaldinu alla forystu þar. Hefur þar vafalaust ríkisstjórnar- aðildin orkað nokkuð á. Innan Sjálfstæðis- flokksins vex áfergjan í að ráða einn og þurfa ekkert tillit til Alþýðuflokksins að taka. Er þá aðeins um tvennt að gera fyrir Alþýðuflokk- inn: að gefast upp eða láta hart mæta höiðu. Það kemur því í haust að örlagastund Al- þýðuflokksins: annaðhvort gefst hann upp fyr- ir ágangi og yfirdrottnunarstefnu íhaldsins, — í verklýðssamtökunum sem annars staðar, — eða hann tekur sjálfstæða afstöðu og tekur upp samstarf við sósíalista, fyrst og fremst í verklýðssamtökunum. , # Gefist Alþýðuílokkurinn algerlega upp fyrir íhaldinu, er mikil hætta á að saga hans sem verklýðsflokks sé á enda, — og afleiðingar þess í íslenzkri pólitík gætu orðið ótrúlega ör- lagarikar. En taki Alþýðuflokkurinn sjálfstæða afstöðu fyrst og fremst í verklýðssamtökunum gagn- vart íhaldinu og hefji síðan róttækt samstarf með sósíalistum í stéttabaráttunni sem fram- undan er, þá er brotið blað í sögu verklýðs- hreyfingarinnar — og Islands. Þá mun sameinuð verklýðshreyfing rata leiðina út úr rústum „viðreisnarinnar" og fylkja um sig þeim öflum er þarf til þess að hefja al- þýðuna aftur til öruggra og bættra lífskjara og ísland á leið til efnahagslegrar sjálfstjórnar. Einar Olgeirsson. Frá verkfallinu: Samninganefnd að störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.