Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 6

Réttur - 01.04.1968, Side 6
sósíalisiar að reyna til hins ýtrasta að nó sam- starfi við verkalýð Alþýðuilokksins — og á ýmsum sviðum báru þær tilraunir árangur, eins og samstaða í ýmsum vinnudeilum síð- ustu ára og samfylking 1. maí í Reykjavík hefur borið vott um. Oft hefur þessi samstaða leitt til andstöðu verklýðssinna Alþýðuflokks- ins við ranga stjórnarstefnu, sem íhaldið hafði fengið pólitíska valdamenn Alþýðuflokksins til að fallast á (t. d. lögin um afnám vísitölu- greiðslu á kaup). Hinsvegar hefur þess orðið vart í óhugnan- lega ríkum mæli, að ýmsir verklýðssinnar Al- þýðuflokksins séu að gefast upp fyrir ágangi íhaldsins í þeim verklýðsfélögum, sem þeir hafa stjórnað saman, og afhenda íhaldinu alla forystu þar. Hefur þar vafalaust ríkisstjórnar- aðildin orkað nokkuð á. Innan Sjálfstæðis- flokksins vex áfergjan í að ráða einn og þurfa ekkert tillit til Alþýðuflokksins að taka. Er þá aðeins um tvennt að gera fyrir Alþýðuflokk- inn: að gefast upp eða láta hart mæta höiðu. Það kemur því í haust að örlagastund Al- þýðuflokksins: annaðhvort gefst hann upp fyr- ir ágangi og yfirdrottnunarstefnu íhaldsins, — í verklýðssamtökunum sem annars staðar, — eða hann tekur sjálfstæða afstöðu og tekur upp samstarf við sósíalista, fyrst og fremst í verklýðssamtökunum. , # Gefist Alþýðuílokkurinn algerlega upp fyrir íhaldinu, er mikil hætta á að saga hans sem verklýðsflokks sé á enda, — og afleiðingar þess í íslenzkri pólitík gætu orðið ótrúlega ör- lagarikar. En taki Alþýðuflokkurinn sjálfstæða afstöðu fyrst og fremst í verklýðssamtökunum gagn- vart íhaldinu og hefji síðan róttækt samstarf með sósíalistum í stéttabaráttunni sem fram- undan er, þá er brotið blað í sögu verklýðs- hreyfingarinnar — og Islands. Þá mun sameinuð verklýðshreyfing rata leiðina út úr rústum „viðreisnarinnar" og fylkja um sig þeim öflum er þarf til þess að hefja al- þýðuna aftur til öruggra og bættra lífskjara og ísland á leið til efnahagslegrar sjálfstjórnar. Einar Olgeirsson. Frá verkfallinu: Samninganefnd að störfum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.