Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 17

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 17
þörf, því að sigursæl bylting í einu landi er talin leiða óhjákvæmilega til keðjuverkana á heimsmælikvarða. Hugtakið „heimshylting“ er þannig ekki tómt slagorð né samnefnari fyrir langvarandi sögulegt tímabil, heldur hef- ur það áþreifanlegt innihald: þjóðfélagsbylt- ingin um heim allan er talin verða ein og sam- felld. NÝRRA ÚRLAUSNA ÞÖRF Þjóðfélagsbyltingar 20. aldarinnar hafa sem kunnugt er ekki farið eftir þessari forskrift: bæði forsendur þeirra og framvinda voru aðr- ar en klassískur marxismi gerði ráð fyrir, enda þótt þær á hinn bóginn séu ekki skiljan- legar, nema tekið sé tillit til áhrifa hans. Hér er þó ekki ætlunin að taka til meðferðar þau flóknu díalektísku tengsl, sem þarna er ujn að ræða, heldur er á dagskrá önnur spurning: hvaða þýðingu hefur ofangreind byltingar- hugmynd fyrir lönd hins háþróaða kapítal- isma í dag? Þessari spurningu er ekki fljótsvarað. Það er nú orðið viðurkennt af flestum marxistum, að nýkapítalismanum fylgja ný viðhorf og ný vandamál, sem krefjast nýrra úrlausna af hálfu sósíalískra hreyfinga. Eigi að síður virð- ist mér, að þessar hreytingar verði hezt túlk- aðar með því að leggja til grundvallar hina upprunalegu marxísku gagnrýni á kapítalism- anum ásamt tilheyrandi byltingarhugmynd (hvort tveggja í óskertri mynd) og rannsaka síðan í einstökum atriðum, hvað hefur breytzt og að hverju marki. Umrædd byltingarhug- mynd nægir að vísu ekki lengur, en hún held- ur gildi sínu sem ómissandi þáttur í víðtækari og flóknari strategíu. Aður en vikið verður nánar að smáatrið- um, er rétt að skilgreina í stuttu máli þau höf- uðatriði, sem endurskoðunin hlýtur að bein- ast að. 1. Enn sem áður eru í fullu gildi þau meg- insannindi, að sósíalísk bylting getur ekki átt sér stað innan þess ramma, sem borgaralegt þjóðfélag setur stjórnmálabaráttunni (hann er einmitt mótaður í því augnamiði, að breyt- ingar innan hans trufli ekki sjálfan þjóðfélags- grundvöllinn). Pólitískur sigur sósíalismans er því ekki hugsanlegur, nema hann styðjist við samsvarandi þjóðfélagslegt byltingarafl. En að því slepptu horfir málið nú nokkuð öðru- vísi við. í fyrsta lagi hefur þróun stétta- afstæðnanna í kapítalísku þjóðfélagi einkum einkennzt af tvennu í senn: annars vegar hefur sjálft grundvallareinkennið á félagslegri verund verkalýðsstéttarinnar, þ. e. arðrán á grundvelli launavinnu, breiðzt æ meir út og orðið höfuðundirstaða allrar verðmætasköp- unar; hins vegar hafa mótazt ýinsar nýjar forsendur þjóðfélagsgreiningar, efnalegar, fé- lagslegar og menningarlegar, svo að félagsleg vitund og athafnir viðkomandi þjóðfélagshópa sameinast ekki sjálfkrafa. Eining verkalýðs- stéttarinnar í þrengri skilningi og annarra launþega er þannig ekki gefin staðreynd, held- ur takmark, sem aðeins verður náð, ef unnið er að því með jafn margvíslegum ráðum og ríkjandi þjóðfélag beitir til að hindra hana. í öðru lagi er sambandið milli efnahagsgrund- vallarins annars vegar og hins félagslega strúk- túrs1 hins vegar orðið miklu flóknara en áður. Breytingin hefur orðið í þá átt, að samfélags- kerfið og stofnanir þess verður ekki lengur beint og ósjálfstætt afsprengi hinnar kapítal- ísku efnahagsþróunar, heldur verður það sjálft æ virkari gerandi hennar. Hið borgaralega samfélagskerfi verður þannig ekki lengur brot- ið niður utan frá, á grundvelli efnahagslegra mótsagna, heldur skapar þetta ástand nýtt verkefni: að finna félagslega tengiliði milli 1 HugtakiS „strúktúr“ er nátengt hugtakinu kerfi (system), en jafngildir því ekki: það táknar hið innra samhengi, sem liggur til grundvallar kerfinu, eða m. ö. o. heild innri afstæðna ákveðins fyrirbæris eða fyrirhærahóps. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.