Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 42

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 42
á Vesturlöndum. Þetta er frumorsökin til þess, að þingræðisstefna sósíaldemókrata hefur alla tíð verið sorgleg villa. Hún miðar á tómrúm, ekki miðju valda- kerfisins. Niðurstaðan af atkvæðapólitík þeirra hefur blátt áfram orðið áframhaldandi aðlögun að hug- myndakerfi kapítalismans. Minnkandi pólitískt gildi ríkisins á Vesturlöndum veitti því jafnframt á díalek- tíska vísu aukið hlutverk í efnahagsmálum f þágu stöðugleika kapítalismans. Vegna þess að ríkið er ekki starfræn valdaheild, og aðeins vegna þess, var hægt að fela þvi hlutverk efnahagslegs gangstillis fyrir kerfið. Hlutverk ríldsins í sköpun goðsagnarinnar Eitt alriði enn verður að leggja áher/.lu á með til- liti til afstœðunnar milli samfélags horgaranna og ríkisins í kapítalisma nútímans. Við höfum tekið eftir hvernig horgaralegt forræði grundvallast á samfélaginu, en ekki á ríkisvaldinu. Þetta er hægt að orða á annan veg. Það er hægt að segja, að æðstu hugmyndafræðileg yfirráð, fremur en nakið ofbeldi, sé venjuaðferð borgaralegra yfir- ráða. En í þjóðfélagskerfi af sömu gerð og „vestrænt lýðræði" gegnir ríkið auðvitað mjög mikilvægu hlut- verki og það einmitt á sviði hinnar hugmyndafræði- legu drottnunar, sem samfélag borgaranna lýtur. Það er nefnilega goðsögnin um lýðræðisvaldakerfið reist á kjörnu löggjafarþingi er löghelgar kapítalismann sem heild. Trú almennings á, að hann hafi í hendi sér stjórnina í eigin samfélagi er forsenda fyrir horg- aralegum yfirráðum. Ríkið er tæki sem glæðir þessa trú. Ríkið í austri tryggði auðvaldsstjórn sem var tak- mörkuð við samfélag borgaranna með ofríkiskúgun gagnvart almenningi. Vestræn samfélög tryggðu hins vegar auðvaldsstjórn með því að mata almenning á þeirri trú í smáskömmtum, að liann ætti hlutdeild í stjórn ríkisins. Síðar hefur víðtæk velferðarstarfsemi og skipulagning efnahagslífsins að sjálfsögðu styrkt í ríkum mæli hlutverk ríkisins sem hugmyndafræði- legrar löggildingar auðvaldsþjóðfélagsins í heild. Vel- ferðarstefna þess og vökustörf eru tekin sem sönnun um ómengað lýðræði og „þjóðlcgt" innræti. Borgara- legir félagsfræðingar, svo sem T. H. Marshall í Eng- landi ,hafa sett þessa þróun í fræðikerfi og skírt hana „félagslegur þegnréttur" (social citizenship). Sósíalískar baráttuaðferðir gegn ríkinu Hvaða baráttuaðferðum á að beita gegn ríki nú- tímans, ef það er ekki miðstöð pólitísks valds heldur 112 löggilding á kerfi til að fela hina raunverulegu valda- miðstöð? Það svar kemur fyrst í hugann, að hafa beri enda- skipti á þeirri forgangsröð sem verið hefur hefð- bundið einkenni á stjórnlist sósíaldemókrata á Vest- urlöndum. Yfirdrottnun auðvaldsins á fyrst og fremst sína grunnfestu í samfélagi borgaranna, þess vegna verður að sigrast á henni þar. Það gæti því virzt svo sem kjarninn í starfi sósíalísks byltingarflokks ætti að einkennast af fjöldaharáttu ulan ríkisþingsins, þ. e. óslitin tilraun til að ráðast inn í margslungið kerfi samfélags borgaranna og koma á fót innan þess öðru valdakerfi og menningu. Til þess þyrfti sífelldar og herskáar haráttuaðgerðir í verksmiðjum, á skrifstof- um, í skólum og æðri menntastofnunum, innan sam- göngukerfisins og á öllum öðrum sviðum samfélags- ins, þar sem lífsreynsla manna mótast. Byltingarsinnaðan sósíalistaflokk ætti því að móta með hliðsjón af ólíkum haráttusviðum af slíku tagi og húa liann sérstökum baráttueiningum á hinum mismunandi vígstöðvum. Eitthvað í líkingu við þetta mundi samsvara kosningavélinni sem sett cr í gang fjórða hvert ár til að hrúga upp atkvæðum og er einskorðuð við formlegt svið ríkiskerfisins. Aðeins á þann liátt er liægt að hafa áhrif á skoðanir manna og breyta þeim, ekki aðeins sjónarmiðum kjósenda, og vinna sigur á borgaralegri yfirdrottnun. En tákna aðgerðir sem þessar að pólitískri haráttu innan ríkis- stofnana sé þar með vísað á bug? I vinstri arminum í Vesturþýzkalandi og Banda- ríkjum Norðurameríku er í svipinn tilhneiging til að fallast á þá afstöðu og taka einskorðað upp það sem kallað er „beinar“ haráltuaðferðir, þ. e. einvörðungu utanþingsbaráttu innan samfélags borgaranna. Slík afstaða getur reynzt rétt við ákveðnar aðstæður, en það er ekki hægt að viðurkenna hana sem fræðilega kennisetningu. „Boykot" sem mcginregla er frávik sem Lenín gagnrýndi fyrir um það bil liálfri öld í greinargerð sem er ennþá í fiillu gildi. Þátttaka í ríkisþingi getur hvenær sem er reynst bráðnauðsyn- legur liður í byltingarsinnaðri baráttu gegn borgara- Iegri yfirdrottnun, beinlínis vegna þess að þingið er talsverður þáttur í þessari yfirdrottnun, bæði fræði- lega og skipulagslega. Þess vegna snúast deilur og umræður að jafnaði um þingið í auðvaldsþjóðfélagi. Af þessum sökuin lagði Lenín ávalt áherzlu á, að ekki ætti að nota ríkisþingin fyrst og fremst sem tæki til að betrumbæta kapítalisniann smátt og smátt og sársaukalaust og gera liann á þann hátt óþarfan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.