Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 48

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 48
ERLEND VÍÐSJÁ igspp® KELTNESK ÞJÓÐFRELSISSTEFNA Það er eftirtektarvert að í Skotlandi og Wales vex nú keltneskum, — þ. e. skozkum og velskum þjóðfrelsissinnum fiskur um hrygg, bæði í þingkosningum og bæjarstjórnarkosn- ingum. í þingkosningum í Carmarthen í júlí 1966 vann fulltrúi Plaid Cymru, velska þjóð- frelsisflokksins, Gwynfor Evans, þingsæti af Verkamannaflokknum. Og í Hamilton-kjör- dæmi vann frú Winifred Ewing, fulltrúi skozka þjóðfrelsisflokksins, þingsæti frá Verkamanna- flokknum í október 1967. Við bæjarstjórnar- kosningar í maí 1968 hélt þessi sigurganga skozka þjóðfrelsisflokksins áfram. Þessi þjóðfrelsisbarátta er uppreisn gegn meðferð þeirri, er Skotar og Walesbúar hafa sætt af ensku .yfirstéttinni. Árið 1536 var Wales raunverulega immlimað í England, hin miklu auðæfi þess, ekki sízt kol og járn, hag- nýtt í þágu enskra auðmanna, fæðuskortur og berklar hrjáðu íbúana og menning þeirra og kymriskt mál varð æ meir að víkja fyrir enskri tungu og siðum. Skotland var formlega sam- einað Englandi 1707, en síðasta mótspyrna keltnesku ættflokkanna brotin á bak aftur 1745. Arfleifð ættflokkanna var upprætt með harðri hendi, metnaður þjóðarinnar særður, skozku bændurnir reknir af jörðum sínum. Það voru nýlenduaðfarir, sem beitt var við 118 báðar þessar keltnesku þjóðir. Og enn hefur raunveruleg nýlenduafstaða haldizt milli Skot- lands og Wales annarsvegar og ensks auðvalds hinsvegar. Sífellt greiða íbúar Skotlands og Wales meira fé í ríkissjóð en veitt er til íbúanna í þessum löndum og að öllu leyti eru aðstæður og lífskjör þar lakari, enda flytur fólk í sífellu frá Skotlandi og Wales til Englands. Það er auðvaldið í Lundúnum, sem sýgur bæði hrá- efni og bezta mannvalið burt frá þessum lönd- um, gerir þau fátækari bæði að auð og menn- ingu. Þj óðfrelsisflokkarnir skozku og velsku eru því róttækir í eðli sínu. Gwynfor Evans kvað Englendinga vera að gera Skota „að öreiga- lýð“. Báðir flokkarnir taka afstöðu gegn stríð- inu í Víetnam. Og þeir heimta eigi aðeins efnalega velferð fyrir þjóðirnar tvær, heldur vilja endurheimta virðingu þeirra, jöfnuð og andlega reisn. Takmark þeirra er fullt sjálfstæði Skotlands og Wales, eins og annarra samveldisþjóða, svo og sjálfstæð þátttaka í Sameinuðu þjóðunum- Plaid Cymru krefst þess að Walesbúar ákveði sj álfir um stríð og frið og geti verið hlutlausir ef þeir vilja. Skozki þjóðfrelsisflokkurinn er líka andvígur heimsveldisstefnu og móti stað- setningu kjarnorkuvopna í Skotlandi, en þar eru nú öll kjarnorkuvopnaverin. Plaid CymrU er andvígt kapítalismanum, sagði Gwynf°r Evans og krefst meiri jafnaðar í eignum a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.